Miðvikudagur, 11. júlí 2018
Ljósmæður mála sig út í horn
Herská verkfallsbarátta og óhóflegar launakröfur valda því að ljósmæður eru komnar út í horn í kjarabaráttunni. Líkt og grunnskólakennarar síðasta vetur.
Ljósmæður geta ekki fengið 18 prósent launahækkun á meðan aðrir fá tíu prósent. Ljósmæður eru að meðaltali með 850 þús. kr. á mánuði í heildarlaun. Þær eiga til hnífs og skeiðar.
Börn halda áfram að fæðast á Íslandi. Meiri áhöld eru um stéttarfélag ljósmæðra. Hverjum dettur annars í hug að halda úti stéttarfélagi með 250 félögum?
Nú er orðið fátt um fína drætti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þú ættir að skammast þín fyrir að ráðast svona að fámennum hópi launþega sem eru að sækja sér launaleiðréttingu úr klóm ríkisvalds sem skammtaði sér og gæðingum sínum óheyrilegar launahækkanir í gegnum apparat sem það sjálft bjó til en sagðist enga stjórn hafa á!
Ef lausnin á deilu ljósmæðra er sú að þær fái 18% hækkun þá er það langt frá því aðteljast óhóflegt og í raun ættu allar stéttir að fá þessa hækkun án átaka. Það var jú loforð ríkisstjórnarinnar að hækkanir kjararáðs yrðu látnar jafnast út á á næstu árum. Sem þýðir að aðrir eiga rétt á sömu leiðréttingum og topparnir fengu en bara á lengri tíma og ekki afturvirkt.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 12.7.2018 kl. 10:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.