ESB tætir í sundur bresk stjórnmál

Breska þjóðin ákvað í lýðræðislegri atkvæðagreiðslu fyrir tveim árum að ganga úr Evrópusambandinu. Til að hefna sín á Bretum einsetja ráðamenn í Brussel sér að vekja sem mesta úlfúð í stjórnmálakerfi Bretlands.

Smáatriði eins og landamæri Norður-Írlands, sem heyrir undir Bretland, og Írska lýðveldisins, sem er hluti af ESB, eru gerð að stórmáli. Hótanir um viðskiptastríð á hendur Bretum eru daglegt brauð.

ESB vinnur smásigra, gæti jafnvel fellt ríkisstjórn Theresu May. En ESB tapar stríðinu vegna Brexit. Eftir meðferðina á Bretum verður kerfisbundið unnið að því að veikja sambandið að innan. ESB-ríkin sjálf kjósa sér ekki breska meðferð og munu leggja sitt af mörkum að draga vígtennurnar úr ESB-kerfinu.


mbl.is Dominic Raab nýr Brexit-ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það er óhætt að fullyrða að flestir þola ekki ofstopa aðildarsinna,ætli maður kannist ekki við taktinn.

Helga Kristjánsdóttir, 9.7.2018 kl. 20:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband