Þriðjudagur, 3. júlí 2018
Rétt greining hjá Brynjari á fjölmiðlum
Fjölmiðlar stunda pólitík með hönnun frétta. Nýlegt dæmi af RÚV er þegar Helga Vala Helgadóttir var kölluð til vitnis um að hér á landi væri réttaróvissa.
Helga Vala er réttur og sléttur þingmaður í stjórnarandstöðu og ekki bær um að úrskurða um réttaróvissu. Fólk sem þekkir til Mannréttindadómstóls Evrópu rak vitleysuna ofan í Helgu Völu. RÚV var kappsmál að setja á svið leikrit með Helgu Völu og stjórnarandstöðunni.
Fjölmiðlar búa til staðreyndir með vali á viðmælendum. Helga Vala fór með fleipur en RÚV gerði frétt um hugarburðinn og bjó þannig til staðreynd í opinberri umræðu. Ekkert knúði á að RÚV gerði frétt með stjórnarandstöðuþingmann sem aðalheimild nema vilji til að stunda pólitík.
Brynjar Níelsson segir fjölmiðla í ruslflokki. Ekkert ofmælt þar.
Athugasemdir
Það er bara caos frá A-Ö.
Jón Þórhallsson, 3.7.2018 kl. 21:42
Hún veit örugglega meira um lögfræði en þú
Jón Ingi Cæsarsson, 4.7.2018 kl. 10:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.