Ljósmæður með 850 þús. á mánuði

Meðalheildarlaun ljósmæðra í fyrra voru 848 þús. kr. á mánuði. Á þessum launum eru ljósmæður að ,,bugast" og sjá fram á örbirgð. Ef ríkið sprengir ekki launastefnu allra ríkisstarfsmanna í loft upp með sérsamningum við ljósmæður hóta þær lífi sængurkvenna og ófæddra Íslendinga.

Það er einföld leið fyrir ríkið að kenna óbilgjarnri sérfræðistétt lexíu. Með lögum ætti að afnema starfsstétt ljósmæðra. Í stað þeirra komi hjúkrunarfræðingar með sérhæfingu. Í reynd væri aðeins verið að færa lögin nær veruleikanum - í dag eru ljósmæður hjúkrunarfræðingar með viðbót.

Lög sem fækkuðu kröfuhörðustu starfsstéttum ríkisins um eina væru góð lög, til bóta fyrir heilsufar þjóðarinnar og bættu efnahagslegan stöðugleika. Sem sagt; bráðabirgðalög á ljósmæður sem gera þær að hjúkrunarfræðingum.  


mbl.is Grunnlaunin hækki mikið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Örn Guðjónsson

Flestar ljósmæður vilja vinna 75 % start en hafa 100 % laun.

Það er víst ein átsæðan sem þær vilja svo mikla grunnlaunsjhækkun.

Birgir Örn Guðjónsson, 3.7.2018 kl. 09:33

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það er ekki eins og ljósmæður hafi ekkert val - þær geta jú alltaf orðið flugfreyjur.

Ragnhildur Kolka, 3.7.2018 kl. 10:39

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Karlar ættu að taka þetta fag að sér. Þeir kvarta minna. Geta lyft meiru og vakað lengur.

Gunnar Rögnvaldsson, 3.7.2018 kl. 16:27

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Karlar tóku alla vega á móti sínum eigin börnum hér áður fyrr.Þannig var það í hinum afskekktari sveitum t.d. Svalvogum í Dýrafirði þar sem húsbóndinn tók á móti mörgum barna sinna,minnir þau hafi verið alls 14. 

Helga Kristjánsdóttir, 4.7.2018 kl. 02:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband