Evrópa stendur og fellur með Merkel

Ef ríkisstjórn Merkel kanslara Þýskalands fellur verður uppnám í Evrópusambandinu, segir Sigmar Gabriel fyrrum formaður flokks Sósíaldemókrata í Þýskalandi.

Ekki er langt síðan að Merkel sjálf sagði að falli evran muni Evrópusambandið falla.

Flóttamenn og viðtaka þeirra setur Evrópusambandið í uppnám þessa stundina; fyrir fáeinum misserum var það gjaldmiðillinn.

Evrópusambandið hefur þann hæfileika að ramba frá einni tilvistarkreppu yfir í aðra. Þriðja áfallið á sama tímabili er úrsögn Bretlands úr sambandinu, Brexit.

Tímabilið 2008 til 2018 verður fært í annála Evrópusögunnar sem upphaf að endalokum tilraunar sem hófst eftir seinna stríð - og mistókst.


mbl.is Merkel reynir að þóknast systurflokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Valdasjúkir menn áttuðu sig ekki á muninum á vináttu og hjónabandi.

Ragnhildur Kolka, 1.7.2018 kl. 09:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband