Góð tilraun - takk

Ísland átti möguleika að komast áfram fram á 90 mínútu síðasta leiks riðlakeppninnar. Það er harla gott. 

Leikurinn gegn Króatíu var mun betri en gegn Nígeríu. Meira hugsað um að flytja liðið upp völlinn þó að langspyrnur og löng innköst væru staðalvopn eins og fyrri daginn.

Setja má taktískar spurningar við sum atriði. Birkir var orðinn lúinn á 65 mín. og Albert hefði mátt koma inn á fyrr. Og svo reynir maður ekki að sóla 15 metra frá eigin teig. En taktísk atriði falla með manni og stundum á móti.

Á heildina litið stóð landsliðið okkar sig með sóma. 

Takk fyrir mig.


mbl.is Ísland úr leik á HM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já innilega þakkir til liðs okkar og fingurkossar.

Ótrúlegt afrek fyrir Ísland að komast á HM og keppa þar meðal bestu knattspyrnuþjóða heims. Einstakt, algerlega einstakt afrek.

Hattur ofan og húrra!

Gunnar Rögnvaldsson, 26.6.2018 kl. 20:55

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég er á sama máli,en eftir slakan seinni hálfleik gegn Nigeríu sönnuðu okkar menn svo um munar að það er engin tilviljun að þeir komust á HM. Afrek þeirra örvar yngri kynslóðina sem dreymir um að leika það eftir.- Virkilega góð landkynning og landsiðsþjálfarinn bráðskemmtilegur á fjölmiðlafundunum.

Helga Kristjánsdóttir, 27.6.2018 kl. 02:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband