Þriðjudagur, 26. júní 2018
Guð, trú og menn
Maðurinn er trúarvera. Öll heimsins trúarbrögð eru handverk mannsins. Tilgangur trúarbragða er að útskýra tilvist mannsins og réttlæta siðaboðskap.
Vísindi geta útskýrt tilvist mannsins en með engu móti réttlætt tiltekinn siðaboðskap.
Trú verður áfram miðlæg meðal manna. Trúarbrögð í hefðbundnum skilningi, og guð þar með, nokkuð víkjandi.
Kallar Guð heimskan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Páll!
Hver stendur næst "GUÐI" að þínum dómi
af þeim sem að eru á lífi í dag?
Jón Þórhallsson, 26.6.2018 kl. 14:56
"Öll heimsins trúarbrögð eru handverk mannsins". Eru þín orð.
Þannig að þú trúir því að maðurinn sem tegund með sín FULLKOMNU SKILNINGARVIT hafi þróast fyrir röð tilviljana og náttúruúrvals
út frá pöddum til apa og þaðan til manna
& að engin VITRÆN ÆÐRI HUGSUN hafi komið þar að?
Jón Þórhallsson, 26.6.2018 kl. 15:14
Öll tilvist himingeimsins þar með talin jörðin og allt sem á henni er, við mennirnir, öll dýr, frumur og allt sem til er, ber vott um það að Skapari er að baki þessu öllu. Skaparinn er í daglegu tali kallaður Guð. Ekkert varð til af sjálfu sér. Guð sem er okkur æðri að öllu leiti þekkir sérhvern einstakling sem til er, hefur verið til og mun verða til, ekkert er honum hulið. Þó við skiljum það ekki þá er ekki þar með sagt að Hann sé ekki til, það sýnir bara hversu stórkostlegur Guð er, við getum aldrei skilið Guð með okkar takmörkuðu hugsun og skilningi. Við erum bara strá sem í dag stendur en er fallið á morgun.
Tómas Ibsen Halldórsson, 26.6.2018 kl. 16:16
Er Páll tilbúinn að skrifa undir þessa ræðu þína?
Jón Þórhallsson, 26.6.2018 kl. 16:23
Trú Abrahams og ættfeðra Ísraelsmanna, Móse, Davíðs og Salómons, Jesaja og Jeremía og annarra spámanna allt til Jóhannesar skírara, sem og sú trú sem Jesús boðaði mönnum, er EKKI handarverk manna, heldur Guðs.
Jón Valur Jensson, 26.6.2018 kl. 17:13
Ég efast um að vísindin geti útskýrt tilveru mannsins eða tilveruna yfirleitt. Er mannsheilinn til þess hæfur? Leonard Susskind - Is the Universe Fine-Tuned for Life and Mind? Closer To Truth • 197K views
Hörður Þormar, 26.6.2018 kl. 18:40
Ég trúi því að maðurinn sem tegund hafi komið til jarðarinnar í geimskipum
frá öðrum plánetum fullmótaður
en hafi ekki þróast ekki frá pöddum til apa og þaðan til manna.
=Fræðin hans Erich Von Danichen.
Jón Þórhallsson, 26.6.2018 kl. 19:32
Hér er frásögn ungrar konu sem lýsir því þegar hún, sex ára gömul, fékk heilablæðingu og horfði,"svífandi í loftinu", á sjálfa sig, liggja í sjúkrarúmi og lækna stumra yfir sér. Hún þagði yfir þessu í tvö ár en sagði þá mömmu sinni frá því. Frásögnin er hrífandi og erfitt að ímynda sér að hún sé að ljúga. „Ich sah mich plötzlich selbst von oben!“ | Julia Fischer im Gespräch (Auszug)
Hörður Þormar, 26.6.2018 kl. 21:13
Sammála þér um að trúarbrögð séu "handverk mannsins". Og siðaboðskaður er líka handverk mannsins.
En ég skil ekki af hverju þú telur þurfa tilbúin trúarbrögð til að réttlæta tilbúinn siðaboðskap?
Skeggi Skaftason, 28.6.2018 kl. 10:59
Nei, Össur skeggjaði Ska[rphéðins]son, trúarbrögð eru ekki öll "handverk mannsins" og siðaboðskapur ekki heldur allur "handverk mannsins" einungis, þótt þú fullyrðir svo; og það er ekki hægt að taka þig á orðinu um þetta, í einhverri áthorítetstrú, enda felurðu m.a.s. nafn þitt hér, þótt ég sé alltaf tilbúinn að hjálpa lesendum um að komast að því sanna.
Ég mæli með góðri bók fyrir þig: Ethics, eftir Vernon J. Bourke.
Jón Valur Jensson, 1.7.2018 kl. 03:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.