Mánudagur, 25. júní 2018
Bandaríkin gefast upp á Sýrlandi
Uppreisnarmenn í Suðvestur-Sýrlandi fá þau skilaboð frá Bandaríkjunum að ekki sé aðstoðar að vænta vegna yfirvofandi árásar stjórnarhersins, skrifar Guardian.
Borgarastríðið í Sýrlandi er átta ára og hefur kostað um hálfa milljón mannslífa. Vesturveldin, Bandaríkin sérstaklega, studdu aðskiljanlega uppreisnarhópa hvers markmið var að fella ríkisstjórn Assad. Rússar styðja Assad og það sneri stríðsgæfunni honum í vil.
Vesturveldin með Bandaríkin í fararbroddi steyptu Hussein í Írak 2003 og Gaddafi í Líbíu 2011. Til stóð að Assad fær sömu leið. Markmiðið var að setja á fót lýðræðisríki miðausturlöndum. Það fór á annan veg. Afskipti vesturveldanna, innrás í tilfelli Íraks, leystu úr læðingi hjaðningavíg sem ekki sér fyrir endann á.
Uppgjöf Bandaríkjanna í Sýrlandi eru þáttaskil.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.