Miðvikudagur, 20. júní 2018
Krónan gerir vaxtabreytingar óþarfar
Dollarinn kostaði undir 100 krónum fyrir ári. Í dag er hann tíu krónum dýrari. Útflutningsgreinar fá í kringum tíu prósent afkomubata og það dregur úr kaupum á erlendri vöru og þjónustu.
Aðlögun krónunnar að breyttum efnahagsaðstæðum, minni aukningu ferðamanna, gerir vaxtalækkun óþarfa.
Vaxtalækkun kæmi aðeins til greina ef yfirstandandi þensla snýst í samdrátt. Ef atvinnuleysi fer yfir 5 prósent í einhver misseri mætti athuga vaxtalækkun.
Vextir eru það lágir núna að almennir bankavextir halda ekki í verðbólgu, sem þó er lág.
Látum krónuna, næst mikilvægustu stofnun landsins á eftir lýðveldinu, finna jafnvægið í efnahagslífinu.
Lán til heimila í erlendum myntum nær engin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ætli 110 sé ekki nálægt því að vera meðalvegur krónunnar.
Ragnhildur Kolka, 20.6.2018 kl. 16:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.