Mánudagur, 18. júní 2018
Ísland og Bretland eftir Brexit
Íslendingar og Bretar eiga sameiginlega hagsmuni á sviði stjórnmála, viðskipta, öryggismála og ekki síst menningarmála, eins og sendiherra Breta hér á landi rekur í Morgunblaðsgrein.
Bretland er á leið úr Evrópusambandinu, eftir þjóðaratkvæðagreiðslu, Brexit. Bretar ætla ekki að gangast undir EES-samninginn, sem kveður á um samskipti okkar og Norðmanna við Evrópusambandið.
EES-samningurinn er fyrir þjóðir á leið inn í Evrópusambandið. Ísland er ekki á þeirri vegferð. Af því leiðir ættum við að segja upp aðild okkar að EES-samningnum.
Athugasemdir
Létt hjá Bretum eftir að hafa hafnaði ESB í þjóðaratkvæðagreiðlu.Hvenær hafa ríkisstjórnir Íslands ljáð því eyra að kjósendur kjósi um annað en ráðvillta sjórnmálamenn,þegar hún gæti svo auðveldlega afgreitt allra stærstu málin sem skipta sköpum um fullveldi þjóðarinnar,með þjóðaratkvæðagreiðslu.
Helga Kristjánsdóttir, 18.6.2018 kl. 15:11
Það er okkar leið út úr EES samningnum að taka upp samstarf við Breta, Krateríð sem ræður för í íslenskri pólitík er hinsvegar kengfast í þessu EES.
Halldór Jónsson, 19.6.2018 kl. 02:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.