Sunnudagur, 17. júní 2018
Jón og hversdagsfullveldið
Ein 65 ár voru frá andláti Jóns Sigurðssonar (1811-1879) þegar ákveðið var að fæðingardagur hans skyldi verða þjóðhátíðardagur Íslands, frá og með lýðveldisstofnun 1944. Ástæða vegsemdar Jóns er að finna í grein sem hann skrifaði nær hundrað árum áður, Hugvekja til Íslendinga, og birtist í Nýjum félagsritum 1848.
Í Hugvekjunni lagði Jón grunninn að fullveldisbaráttunni. Í meginatriðum voru sjónarmið Jóns þríþætt. Í fyrsta lagi að Íslendingar væru sérstök þjóð, aðgreind með búsetu, tungumáli og sögu frá Norðmönnum og Dönum.
Í öðru lagi að Íslendingar hefðu hvorki fallist á að Ísland yrði hluti af þjóðríki Noregs með Gamla sáttmála 1262/1264 né þjóðríki Danmerkur með konungshyllingunni 1662. Í báðum yfirlýsingunum, sagði Jón, var aðeins um það að ræða að Íslendingar féllust konungdóm norska konungsins og síðar þess danska.
Þriðja meginröksemd Jóns var að Íslandi yrði aldrei stjórnað, svo vel færi, með því að æðsta yfirvaldið í málefnum þjóðarinnar væri í Kaupmannahöfn. Í Hugvekjunni tilfærir Jón nokkur dæmi um hve ónýtt fyrirkomulagið er og segir síðan
það mætti vera þegar fullsannað, að það er verður ómögulegt að stjórna Íslandi frá Kaupmannahöfn, á sama hátt og hingað til, nema svo sé, að skjóta eigi loku fyrir alla framför landsins framar enn nú er.
Jón talar hér fyrir hversdagsfullveldinu sem við dags daglega göngum að vísu; að ákvarðanir um íslensk málefni séu teknar á Íslandi.
Án hversdagsfullveldisins væri ekki búandi á Íslandi. Jón og kynslóðirnar sem komu á eftir áttuðu sig á þessum hversdagssannindum. Nema kannski fáeinir kratar.
Athugasemdir
Vel mælt, Páll. Til hamingju, allir, með daginn hans Jóns okkar.
Jón Valur Jensson, 17.6.2018 kl. 10:25
Allt frá því að R-listinn komst til valda hafa árásir kratanna á þjóðhátíðardaginn og fullveldið staðið sleitulaust. Í ár er hæðst að fjallkonunni með skrautsýningu á dragkúltúr og maður spyr sig - hvernig þeir ætla að toppa það að ári.
Ragnhildur Kolka, 17.6.2018 kl. 12:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.