Mánudagur, 11. júní 2018
Próf sem flokkun, refsing og kennsla
Próf, hvort heldur í íslensku eða öðrum námsgreinum, eru tíðast notuð sem flokkun. Nemendur eru prófaðir til að kanna hvar þeir standa gagnvart námsefninu.
En það ber einnig við að próf eru refsing eða umbun fyrir (oft) forstokkaðar hugmyndir um hvað nemandi eigi að kunna og hvernig á að skilja hlutina. Í þeim tilfellum standa skapandi nemendur verr að vígi en þeir sem temja sér páfagaukslærdóm.
Ekki er hægt að komast hjá því að flokka nemendur að einhverju marki með prófum. En próf sem refsingu eða umbun er hægt að leggja af. Í staðinn komi próf sem eru liður í kennslu. Þau próf koma nemendum ekki á óvart, eins og oft vill verða, með opnum spurningum og fleiri en einum möguleika á réttu svari.
Lífið er einu sinni þannig að í fæstum tilvikum býður það aðeins eitt rétt svar.
Viðhorf til íslenskunnar mikilvægt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.