Miðvikudagur, 6. júní 2018
Sósíalismi og valdlausi skattgreiðandinn
Óopinbert málgagn Sósíalistaflokksins, Miðjan, kynnir áherslur flokksins í kjölfar kosningasigurs í höfuðborginni. Þar segir að notendur opinberrar þjónustu s.s. strætófarþegar, fósturbörn, leigjendur félagslegs húsnæðis og annað ,,valdalaust fólk" ,,verði með beinum hætti settir yfir mótun þjónustunnar."
Þjónustan sem borgin veitir er að stærstum hluta fjármögnuð með skattfé.
En það er ekki gert ráð fyrir að valdlausi skattgreiðandinn hafi neitt um það að segja hvernig skattfé er ráðstafað.
Í ríki sósíalismans eru sumir jafnari en aðrir.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.