Mánudagur, 4. júní 2018
Persónunjósnir í grunnskóla
Grunnskólabarn sem flokkað er niður eftir nær 100 matskvörðum er orðið að talnagildi fremur en einstaklingi. Í stað þess að leggja mat á hversu vel eða illa nemandinn er búinn undir framhaldsskóla í ólíkum námsgreinum er aðskiljanlegum upplýsingum safnað til að greina nemandann niður í frumeindir.
Hlutverk kennara er að mennta, ekki að greina persónuleika nemenda. Ofuráhersla á að greina nemendur eftir smæstu atriðum leggur ekki grunn að menntun heldur persónunjósnum.
Miðstýrt ríkisvald sem leggur meiri áherslu á að flokka nemendur en á menntun þeirra er á rangri braut. Hugsunin að baki er eflaust byggð á mannúð; að greina nemandann niður í frumeindir til að ,,grípa inn í" þá matsþætti sem þar sem nemandinn skorar lágt.
En þessi mannúð er byggð á tvöföldum misskilningi. Í fyrsta lagi verður menntun ekki flokkuð niður í 98 matskvarða. Í öðru lagi er sérgrein kennara ekki að flokka fólk, heldur að kenna.
Útkoman úr miðstýrðri flokkunaráráttu ríkisvaldsins verður óhjákvæmilega ómannúðlegt skólakerfi.
Fá hátt í 100 einkunnir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.