Fjölmiðlar eru mest pólitík

Íslenskir fjölmiðlar eru mest pólitík og minnst blaðamennska í sígildri merkingu orðsins, þ.e. hlutlæg frásögn af tíðindum dagsins. 

Á dögum flokksblaða viðurkenndu fjölmiðlar pólitíkina sem þeir studdu en þegar Jón Ólafsson og síðar Jón Ásgeir lögðu undir sig æ stærri hluta fjölmiðla studdu þeir viðskiptablokkir - sem er ein gerð af pólitík.

Nýmiðlar, t.d. Kjarninn og Stundin, eru þrælpólitískir og beintengdir Samfylkingu og Pírötum.

Um RÚV þarf ekki að fjölyrða. Þar er leitað eftir hvaða vinstrastef þykir líklegt til vinsælda hverju sinni og það endurtekið sí og æ.

Þeir sem mæla fyrir mikilvægi fjölmiðla, t.d. Valgerður Jóhannsdóttir, vilja í einn stað meira opinbert fé til að reka þá en í annan stað aukið opinbert eftirlit með fjölmiðlum. Ríkið á sem sagt að setja fé í fjölmiðla sem er ekki betur treystandi en svo að það verði að hafa eftirlit með þeim. Þessi stefna er lélegur brandari.

Betur færi á því að ríkið hætti alfarið að skipta sér af frjálsri umræðu og hætti öllum stuðningi við alla fjölmiðla. RÚV meðtalið.


mbl.is Fréttamiðlar sjaldan mikilvægari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinarr Kr.

Kurteist af þér að kalla stundina og kjarnann nýmiðla.  Réttara orð er skoðanamiðlar.

Steinarr Kr. , 3.6.2018 kl. 20:22

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ef eitthvað er réttara en rétt hvernig er þá efsta stig lýsingarorðsins?

Réttast væri að ríkið hætti öllum stuðningi við fjölmiðla. RÚV meðtalið.
 

Helga Kristjánsdóttir, 4.6.2018 kl. 00:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband