Viðreisn er vinstriflokkur, aldrei fyrsti kostur

Viðreisn færist jafnt og þétt til vinstri á stuttri sögu sinni. Frjálslyndið, sem flokkurinn þykist standa fyrir, er samfylkingarættað fjölmenningarþvaður. Viðreisn gerir sig að varadekki vinstrimeirihlutans í höfuðborginni síðustu daga og það tekur af öll tvímæli um flokkinn í pólitíska litrófinu.

Af þessu leiðir er Viðrein aldrei fyrsti kostur Sjálfstæðisflokksins til samstarfs. Framsókn og Miðflokkurinn eru betri kostir. Ef aðstæður krefja er þjóðernisvinstrið, Vinstri grænir, betri en fjölmenningarvinstrið (Samfylking, Viðreisn og Píratar).

Sjálfstæðismenn í Kópavogi gera vel að afþakka Viðreisn og fara Hafnarfjarðarleiðina, í samstarf við Framsókn.

 


mbl.is Lít á þetta sem uppsagnarbréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Már Elíson

Konur eru konum verstar...

Már Elíson, 3.6.2018 kl. 14:54

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Nú er Theodóra búin að væla á tveimur sjónvarpsstöðvum, Sprengisandi og nú í löngu máli á mbl.is og alltaf með þennan magapínu svip. Ég bara spyr - hvað er svona merkilegt við það að Sjálfstæðisflokkurinn hafni samstarfi við hana? Átti hún eitthvað frátekið í þessum kosningum umfram aðra? Og hvers vegna í ósköpunum fær hún svona mikið rými í fjölmiðlum?

Ragnhildur Kolka, 3.6.2018 kl. 17:19

3 Smámynd: Aztec

Það fer nú tvennum sögum af hversu þjóðernisrækið VG er. Katrín sjálf og sennilega Steingrímur líka eru bæði skotin í ESB, það gáfu þau til kynna, þó ekki með beinum orðum fyrir nokkrum árum.

Í borgarpólítíkinni voru þau ásamt islamska vinstrinu í borginni (S,BF og P) með í að keyra fjandsamlega utanríkispólítík í trássi við landslög, svo að ég stórefast um þjóðernisástina. Nú hafa fávitarnir frá Viðreisn bætzt við í meirihlutanum í Reykjavík. Ég skal ekki segja um hvort Viðreisn sé vinstriflokkur í dulargerfi, en ég veit að stofnandi flokksins, Bensi Zoëga var lengst út til hægri á unglingsárunum. 

VG eru úlfar í sauðagærum. Þau segja eitt en meina allt annað. Stefna þeirra er, eins og alltaf áður gamla Alþýðubandalagspólítíkin: Marxismi, afnám lýræðis, afnám tjáningafrelsis, afnám eignaréttar auk opinna landamæra.

Kunningi minn talaði við einn ungan kvenframbjóðanda frá VG rétt fyrir kosningarnar 2017. Hún var algjörlega gegnumblásin milli eyrnanna og blaut á bak við varðandi umheiminn.

Aztec, 3.6.2018 kl. 17:23

4 Smámynd: Aztec

Ragnhildur, því er auðsvarað. Stefna Viðreisnar/BF er nefnilega líka stefna RÚV og 365 miðla. Íslenzkir fjölmiðlar eru hlutdrægari en andskotinn.

Aztec, 3.6.2018 kl. 17:26

5 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Það þar ekkert að segja meira en Aztec sagði.

Svo rétt en sorglega satt.

Sigurður Kristján Hjaltested, 3.6.2018 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband