Föstudagur, 1. júní 2018
Óvinaímyndir, Bandaríkin, Evrópa og Ísland
Múslímar eru í þeim skilningi óvinaímynd í Evrópu að menning þeirra er gegnsósa af kvenfyrirlitningu og ágengni trúar í daglegu lífi. Hvorttveggja er talið óæskilegt í evrópskri menningu. Það er stórfrétt þegar Danir banna tákn um múslímska kvenfyrirlitningu, að konur hylji ásjónuna, enda heggur bannið nærri múslímskri trúarmenningu.
Óvinaímyndin af múslímum í Evrópu er af menningarlegum toga. Evrópa er ekki í pólitískum eða landfræðilegum átökum við múslímaríki um völd og áhrif í heiminum. Til þess er Evrópa of sterk og múslímaríki of veik. Stórir minnihlutahópar múslíma búa í Evrópu og þar ríkir trúfrelsi. Í menningarátökunum er jafnframt undirliggjandi krafa samlyndi.
Bandaríkin eru ekki með nógu marga múslíma til að þeir verði óvinaímynd sem bragð er af. Óvinaímyndir Bandaríkjanna eru síður menningarlegar en pólitískar og landfræðilegar. Nýja kalda stríðið milli Bandaríkjanna og Rússa er háð á menningarlegum forsendum en það snýst um valdaforræði, sem Bandaríkin hafa í Evrópu, en ekki í Rússlandi. Stórveldi búa til ímyndir takt við hagsmuni en hugsjónir.
Óvinaímyndir eru öflugt áróðurstæki og skipta sköpum í pólitík, að því gefnu að saman fari hagsmunir og hugsjónir. Í fyrri heimsstyrjöld gerði bresk óvinaímynd af Þjóðverjum útslagið að Bretar lögðust á árarnar með Frökkum, jafnvel þótt breska konungsfjölskyldan væri að stofni til þýsk.
Til að óvinaímynd verði hreyfiafl pólitískrar framvindu þarf hún að skilgreina hagsmuni en ekki aðeins hugsjónir. Evrópska óvinaímyndin um múslíma tekur til mjúkra gilda, s.s. mannréttinda, en ekki hagsmuna. Enda er Evrópa í bullandi vandræðum með að skilgreina hagsmuni sína, samanber viðvarandi kreppu Evrópusambandsins.
Ísland stendur landfræðilega á milli meginlandanna Evrópu og Ameríku. Menning okkar er að hluta mótuð af uppruna, sem er norræn og evrópsk en einnig af landafræði. Við erum eyja og aldrei átt í landvinningastríðum nema landhelgisdeilunni við Breta. Óvinaímyndir okkar eru byggðar á hagsmunum en ekki hugsjónum, sbr. þorskastríð við Breta og sjálfstæðisbaráttu gagnvart Dönum. Að þessu leyti eru óvinaímyndir Íslendinga bandarískar fremur en evrópskar.
Hvernig er það annars, er blæjubann á Íslandi?
Danir banna andlitsblæjur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Góð grein Páll. Er kannski ekki að skilja hugtakið óvinaímynd. Meinar þú að við lítum á bandaríkin sem óvini.
Að þessu leyti eru óvinaímyndir Íslendinga bandarískar fremur en evrópskar.
Valdimar Samúelsson, 1.6.2018 kl. 17:30
Sæll Valdimar, nei þegar ég talaði um að íslenskar óvinaímyndir væru bandarískar fremur en evrópskar átti ég við að okkar óvinaímyndir væru tengdar hagsmunum okkar og landafræði, eins og óvinaímyndir Bandaríkjanna, en ekki trúar- eða hugsjónatengdar líkt og þær evrópsku.
Páll Vilhjálmsson, 1.6.2018 kl. 18:22
Þakka Páll.
Valdimar Samúelsson, 1.6.2018 kl. 18:58
Er trjóuhesturinn kominn inn um borgarhliðið?
Stjórnmálamenn í Tyrklandi, sjá framm í tímann, að Tyrkneskir ríkisborgarar, verða ráðandi öfl í flestum löndum Evrópu, ef þessi þróun fær að halda áfram. 16. mars 2017
Það var ekki hægt að segja Gaddafý, hvað hann hefði brotið af sér, af því að þá hefðu allir skilið að Federal Reserve heldur aðeins bókhald, en eignast þá allt sem hann heldur bókhald yfir. Við kölluðum það, bókhaldið, lán. 8. janúar 2017
Á hvaða leið er Evrópa 24. nóvember 2015
The cradles are empty. - Where are the leaders. - Italía og lönd Evrópu eru að eyða sér sjálf. Hvar eru leiðtogarnir? 25.2.2016 | 21:14
Egilsstaðir, 01.06.2018 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 1.6.2018 kl. 22:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.