Miðjan gefst upp á lýðræðinu - Reykjavík sem dæmi

Öfgamenn til hægri og vinstri vantreysta ekki lýðræðinu í jafn ríkum mæli og þeir sem skilgreina sig sem miðjumenn, segir í nýrri rannsókn sem birtist í New York Times.

Ef aðferðafræðin, til að komast að niðurstöðunni, heldur vatni er ástæða til að staldra við og spyrja hvers vegna miðjufólkið, sem við kennum við meðalhófið, sé orðið vantrúa á lýðræðið.

Nærtæk skýring er að lýðræðið þjónar ekki lengur meðalhófinu, heldur öfgasjónarmiðum.

Nýafstaðnar borgarstjórnarkosningar í Reykjavík eru talandi dæmi. Sextán framboð skráðu sig til leiks. Fjöldi framboða er eitt og sér einkenni öfga. Lýðræði er ferli málamiðlana og sjónarmið framboðanna 16 ættu undir venjulegum kringumstæðum að finna sér farveg í færri flokkum.

Til að undirstrika öfgarnar stóðu kjörnir borgarfulltrúar, sem rétt slefuðu inn í borgarstjórn með 6% fylgi, og tilkynntu hróðugir að þeir vildu ekki starfa með Sjálfstæðisflokknum með 30 prósent fylgi.

Þegar miðjufólkið horfir upp á öfgahópa gera sig breiða í nafni lýðræðis missir það trúna á lýðræðinu. Eðlilega.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þegar öfgahóparnir ná fótfestu í nafni lýðræðis vilja þeir líka á lýðræðið. 

Ragnhildur Kolka, 28.5.2018 kl. 18:55

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Alvöru miðjufólk missir ekki trú á lýðræðið. 

Wilhelm Emilsson, 29.5.2018 kl. 00:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband