Vinstrisamkeppni í öfgum - 5 flokka meirihluti

Eina útgáfa vinstrimeirihluta í Reykjavik er fimm flokka og með Viðreisn, sem er hægriflokkur. Ráðsettir vinstriflokkar, Samfylking og Vinstri grænir, eru í samkeppni um að þjóna öfgum, sem birtust sem Píratar í síðustu kosningum og Sósíalistaflokkurinn núna.

Öfgarnar ganga út á að útmála Sjálfstæðisflokkinn sem ótækan í samstarf. Samfylkingin var á góðu skriði í höfuðborginni þangað til að áróðurinn um að flokkurinn tæki að sér hlutverk Vinstri grænna í ríkisstjórn - þ.e. samstarf við Sjálfstæðisflokkinn - fór að bíta. Tilhugsunin um meirihlutasamstarf Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks var óreiðufólkinu á vinstri vængnum ofviða og það kaus Sósíalistaflokkinn.

Fimm flokka vinstrimeirihluti í Reykjavík yrði gagngert settur saman til að útiloka Sjálfstæðisflokkinn, sem 30 prósent Reykvíkinga kusu. Ekki beinlínis lýðræðislegt. Enda eru öfgastjórnmál aldrei lýðræðisleg.

Samfylkingin á völina og kvölina í Reykjavík, líkt og Vinstri grænir eftir síðustu þingkosningar. En ólíkt Vinstri grænum í landsstjórninni getur Samfylkingin ekki gert tilkall um stöðu oddvita í Reykjavík. 

Lýðræðisleg niðurstaða kosninganna í Reykjavík er að Eyþór verði borgarstjóri.


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn stærstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það verður bara að segjast eins og er Páll AÐ VIÐREISN ER VINSTRI FLOKKUR, þetta er ekkert annað en "LAUMUKRATABROT" úr Sjálfstæðisflokknum og sýnir sitt rétta andlit núna......

Jóhann Elíasson, 27.5.2018 kl. 10:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband