Föstudagur, 25. maí 2018
Íran hótar Evrópu: viðskipti annars kjarnorkuvopn
Íran hótar að hefja þróun kjarnorkuvopna að nýju nema Evrópa kaupi af Íran olíu og stundi viðskipti við ríkið. Telegraph segir frá hótuninni.
Trump Bandaríkjaforseti hætti stuðningi við samkomulag um kjarnorkuafvopnun Íran. Evrópsk fyrirtæki geta ekki stundað viðskipti við Íran án þess að skaða hagsmuni sína í Bandaríkjunum.
Hótun Írana gegn Evrópu því sem næst útilokar að ráðamenn í álfunni taki höndum saman gegn viðskiptaþvingunum ríkisstjórnar Trump. Hótun Írana er hrein og bein fjárkúgun.
Athugasemdir
Þörfnumst við einhvers frá íran?
Getum við ekki keypt okkar olíu t.d. frá Noregi?
Jón Þórhallsson, 25.5.2018 kl. 13:00
Heldurðu pjakkur, að noregur framleiði svo mikið ...
Evrópa er stærsti þurfalingur af olíu, og framleiðir aðeins 2% af sínum eigin þörfum.
Þessi þróun sem þið sjáið, er það sem Bandaríkjamenn hafa alltaf haft í hyggju ... neyða Evrópu til að verða óvinir innbyrðis.
"Divide and Conquer" ... aftur á móti er ekkert hægt að vorkenna Evrópu, þetta er að stærstu leiti vangefið fólk eins og síðari heimstyrjöldin ber vitni um.
Örn Einar Hansen, 25.5.2018 kl. 18:11
Sæll Páll
Nei, nei þeir þarna í Miðausturlöndum vita af öllum þessum plönum með leiðsluna (WORLD BANK WHISTLEBLOWER ON SYRIA [THE IRAN, IRAQ, SYRIA PIPELINE PROJECT]), svo og allt í sambandi Yinon Planið er hann General Wesley Clark uppljóstraði okkur um (Sjá hérna Wesley Clark Told The Truth), og samkvæmt Yinon Planinu Greater Israel: The Zionist Plan for the Middle East | Global Research.
En það er rétt hjá þér með að Íran er næst á dagskrá fyrir Stærra Ísrael (Greater Israel) eða skv. GREATER ISRAEL PROJECT.
.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 25.5.2018 kl. 18:38
Hvar hefur þessi hótun komið fram annarsstaðar en samkvæmt Telegraph?
Í íran búa hátt í sjötíu milljónir manna. Íran er hátt í fjórum sinnum stærra en Írak. Ætli menn sér að vaða þar inn á skítugum skónum, ættu þeir að hugsa sig tvisvar um, áður en af stað verður farið.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 26.5.2018 kl. 00:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.