Miðvikudagur, 23. maí 2018
Spilling á lágu stigi
Vinstrimenn, t.d. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Jón Ólafsson, telja Landsréttarmálið dæmi um spillingu. Jón segir spillinguna reyndir á ,,lágu stigi".
Í hnotskurn er Landsréttarmálið þannig vaxið að valnefnd leit framhjá viðurkenndum jafnréttissjónarmiðum og lagði til karlavæðingu dómstólsins. Dómsmálaráðherra jafnaði hlut kynjanna, eftir að hafa fengið þau skilaboð úr alþingi að listi valnefndar yrði ekki samþykktur.
Alþingi samþykkti lista ráðherra en var þó í lófa lagið að neita, ef þinginu bauð svo við að horfa. Þetta var öll spillingin og þarf fjöruga ímyndun að gefa dómaraskipuninni þá nafngift. Jafnvel þótt ,,á lágu stigi" sé hnýtt við.
Sagði Landsréttarmálið dæmi um spillingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvað skyldi vera „spilling á lágu stigi“? Í dag er ljóst að Landsréttarmálið er heimska á lágu stigi. Hvort skyldi það vera vont eða gott?
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 24.5.2018 kl. 15:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.