Þriðjudagur, 22. maí 2018
Trump sýknaður af Rússasamsæri
Í tvö ár rannsakar sérstakur saksóknari, Robert Mueller, meinta aðkomu Rússa að kosningasigri Trump 2016. Ekkert bólar á niðurstöðu og engar sannanir eru fyrir samsæri milli kosningateymis Trump og Rússa að sækja sigur í forsetakosningunum með svindli.
Þeir fjölmiðlar sem hæst lét um meint rússnesk áhrif, t.d. New York Times, Washington Post og Guardian er þegar farnir að fela slóðina, samkvæmt ítarlegri úttekt Daniel Lazare.
Trump varð forseti á bandarískum forsendum. Hann sannfærði nógu marga kjósendur um að Hillary Clinton væri síðri kostur í embættið. Margt misjafnt má segja um bandarísk stjórnmál. En þau eru of margslungin til að það sé á færi Rússa, Kínverja eða annarra að kaupa tiltekna niðurstöðu.
Eftir því sem sýkna Trump verður skýrari eru andstæðingar hans með verri spil á hendi. Og það styttist í næstu forsetakosningar í Bandaríkjunum.
Athugasemdir
Þessi ásökun um Rússasamráð er sögð hafa verið “varaskeifan” ef svo illa færi að Trump ynni kosningarnar. Nú er rannsóknin orðin að myllusteini um háls demókrata enda hefur hún leitt í ljós gróf brot embættismanna undir Obama stjórninni. Nær allar stofnanir ríkisins tóku þátt. Trump hefur nú fyrirskipað rannsókn á FBI og dómsmálaráðuneytinu vegna upplýsinga um að FBI hafi komið njósnara fyrir innan framboðs Trumps. Þessi rannsókn kemur til viðbótar annarri sem snýst um hvernig FBI aflaði leyfis til að hlera síma hjá framboði Trumps.
Það virðist enginn endir vera á hve gróflega demókratar fóru með vald sitt í tíð Obama stjórnarinnar. Hvort slóðin liggi alla leið á toppinn er erfitt að segja, því Obama kann sitt fag, en hann komst í embætti í skjóli þess sem kallað var “Chicago thuggery” og það hefði átt að kveikja einhver ljós.
Demókrataflokkurinn, Clinton gengið, Obama stjórnin og embættismannakerfið eiga eftir að súpa seyðið af því að virkja varaskeifuna.
Ragnhildur Kolka, 22.5.2018 kl. 11:36
Væri ekki betra að bíða með stóru orðin þangað til rannsókninnni lýkur?
Wilhelm Emilsson, 22.5.2018 kl. 16:39
Af hverju ætti sá hluti sem rannsakaður er að bíða með "stóru orðin", fyrst að þeir sem eru rannsakendur hafa notað allra stærstu orðin frá fyrst degi og í samfellt 450 daga, í rannsókn sem aldrei var ætlað að ljúka, eða svo lengi sem þeir sjálfir væru ekki við völdin í Hvítu húsi. Það skil ég ekki.
Virtu heimsmælikvarðablöðin og DDRÚVin missa heldur betur spón út aski sínum núna. Brækur þeirra með stóra gatinu að aftan fara illa við hún aðalstöðvanna. Þau munu gera allt sem þau geta til að halda Demókrötum við þetta eina efni. Stjórnmálamenn þess flokks gera ekkert nema að það komi frá þessum fjölmiðlum fyrst.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 22.5.2018 kl. 18:37
Gunnar, að segja að einhver hafi verið sýknaður áður en rannsókn lýkur er einfaldlega órökrétt.
Wilhelm Emilsson, 22.5.2018 kl. 19:32
Það er ekkert rökrétt við þetta mál Wilhelm. Þó svo að maðurinn sé úrskurðaður alsaklaus af því sem hann er ásakaður um, mun það loða við, nema að "sektinni" (ímyndaðri og tilbúinni) sé kastað yfir á þá sem þoldu ekki að tapa venjulegum forsetakosningum,- og þeir sjálfir leiddir með nef sitt niður í flórinn sem þeir bjuggu til. Ekkert minna dugar hér.
Gunnar Rögnvaldsson, 22.5.2018 kl. 19:42
Bandaríkin eru meira en Trump og Demókratar. Réttarkerfið og frelsi til að gagnrýna stjórnendur eru hluti af því sem gerir Bandaríkin öflug og merkileg. Tapsárir Demókratar verða að fara að lögum og reglum, alveg eins og Repúblikanar. Málið er í ferli. Spyrjum að leikslokum.
Wilhelm Emilsson, 22.5.2018 kl. 20:39
Wilhelm, það er einmitt réttarkerfið sem er til rannsóknar núna. Nú þegar hefur verið sýnt frammá að það lét pólitík raða ferðinni í aðdraganda kosninganna 2016. Rannsóknin núna gengur út á að finna hversu djúpt spillingin náði.
Og stóru orðin voru ekki spöruð af þeim sem lýstu Hillary saklausa tveimur mánuðum áður en hún var yfirheyrð. Eða voru þeir bara að lýsa hana vanvita sem þeir ætluðu að styðja hvað sem tautaði.
Ragnhildur Kolka, 22.5.2018 kl. 21:21
Ef það er ekki innistæða fyrir stóryrðum þá eru þau yfirleitt til vandræða hvort sem þau koma frá repúblikönum eða demókrötum.
En þú gefur í skyn að ef réttarkerfið er rannsakað þýðir það að það sé spillt, en ef Trump er rannsakaður þá sé hann saklaus. Er það sanngjarnt?
Að mínu mati er bandaríska réttarkerfið of tengt stjórnendum hverju sinni. En hvað um það, ásakanir eru ekki nóg. Sönnunargögn verða að liggja fyrir hendi.
Wilhelm Emilsson, 22.5.2018 kl. 23:18
Kushner tengdasonur fékk öryggisheimildina sína aftur í gær. Case closed.
Guðmundur Böðvarsson, 24.5.2018 kl. 10:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.