Evrópa gegn Trump, Pútín og Kína

Evrópusambandið er miður sín yfir þróun alþjóðamála síðustu missera. Á fundi leiðtoga ESB á Balkanskaga í vikunni kom fram það sjónarmið að Bandaríkin undir forystu Trump væru Evrópu jafn hættuleg og Rússland og Kína.

ESB telur sig standa fyrir alþjóðlegt frjálslyndi sem ættað er úr handbókum síðustu aldar. Trump starfar ekki samkvæmt áður viðurkenndum reglum. Hann velur sér skotmörk (Norður-Kóreu, Kína og núna síðast Íran) og þvingar fram niðurstöðu í þágu bandarískra hagsmuna. Evrópa valhoppar á eftir, meira af taugaveiklun en sannfæringu. 

Eina von Evrópu, segir New Republic, er að Trump sitji ekki nema eitt kjörtímabil. En allar líkur eru á að þau verði tvö. Evrópa, skrifar franskur ESB-sinni, á engan valkost við Bandaríkin og verður að láta sér lynda við Trump.

Gangi það eftir að Kína beygi sig undir vilja Trump eru engar líkur á að Íran standist áhlaupið í kjölfar uppsagnar Trump á kjarnorkuvopnasamningi sem Obama forveri hans gerði. Íran er þegar í vandræðum eftir að Írakar gáfu út skýra yfirlýsingu í nýafstöðnum kosningum um að landið ætlaði ekki að verða skjólstæðingur klerkanna í Teheran.

Evrópsk fyrirtæki munu ekki eiga viðskipti að óbreyttu við Íran af ótta við refsiaðgerðir Bandaríkjanna. Án viðskipta við evrópsk og bandarísk fyrirtæki blasir við stöðnun í Íran, sem gæti leitt til innanlandsófriðar.

Haldi Trump áfram að vinna pólitíska sigra með refsivönd viðskiptaþvingana að vopni verða til nýjar leikreglur í alþjóðamálum. Rússland og Kína gæta auðveldlega sætt sig við þær reglur en Evrópa hlekkjuð í ESB miklu síður.

 


mbl.is Ekkert verður af viðskiptastríði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég hef ekki vit til að setja út á eitt einasta atriði í þessari þinni röksemdafærslu í dag  Páll. Þetta er bara sannleikurinn. Gamli tíminn ræður ekkert við Trump, hann er með nýja hugsun og nýja nálgun á viðfangsefnin. Og í ljósi þess hvernig hinum  hefur gengið á gamla mátann á alþjóðavísu þá er kominn tími til að breyta eins og einhver segir.

Halldór Jónsson, 21.5.2018 kl. 11:56

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Svo sannarlega þindarlaus eins og Forets Gump

Helga Kristjánsdóttir, 21.5.2018 kl. 14:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband