Evrópa gegn Trump, Pútín og Kína

Evrópusambandiđ er miđur sín yfir ţróun alţjóđamála síđustu missera. Á fundi leiđtoga ESB á Balkanskaga í vikunni kom fram ţađ sjónarmiđ ađ Bandaríkin undir forystu Trump vćru Evrópu jafn hćttuleg og Rússland og Kína.

ESB telur sig standa fyrir alţjóđlegt frjálslyndi sem ćttađ er úr handbókum síđustu aldar. Trump starfar ekki samkvćmt áđur viđurkenndum reglum. Hann velur sér skotmörk (Norđur-Kóreu, Kína og núna síđast Íran) og ţvingar fram niđurstöđu í ţágu bandarískra hagsmuna. Evrópa valhoppar á eftir, meira af taugaveiklun en sannfćringu. 

Eina von Evrópu, segir New Republic, er ađ Trump sitji ekki nema eitt kjörtímabil. En allar líkur eru á ađ ţau verđi tvö. Evrópa, skrifar franskur ESB-sinni, á engan valkost viđ Bandaríkin og verđur ađ láta sér lynda viđ Trump.

Gangi ţađ eftir ađ Kína beygi sig undir vilja Trump eru engar líkur á ađ Íran standist áhlaupiđ í kjölfar uppsagnar Trump á kjarnorkuvopnasamningi sem Obama forveri hans gerđi. Íran er ţegar í vandrćđum eftir ađ Írakar gáfu út skýra yfirlýsingu í nýafstöđnum kosningum um ađ landiđ ćtlađi ekki ađ verđa skjólstćđingur klerkanna í Teheran.

Evrópsk fyrirtćki munu ekki eiga viđskipti ađ óbreyttu viđ Íran af ótta viđ refsiađgerđir Bandaríkjanna. Án viđskipta viđ evrópsk og bandarísk fyrirtćki blasir viđ stöđnun í Íran, sem gćti leitt til innanlandsófriđar.

Haldi Trump áfram ađ vinna pólitíska sigra međ refsivönd viđskiptaţvingana ađ vopni verđa til nýjar leikreglur í alţjóđamálum. Rússland og Kína gćta auđveldlega sćtt sig viđ ţćr reglur en Evrópa hlekkjuđ í ESB miklu síđur.

 


mbl.is Ekkert verđur af viđskiptastríđi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég hef ekki vit til ađ setja út á eitt einasta atriđi í ţessari ţinni röksemdafćrslu í dag  Páll. Ţetta er bara sannleikurinn. Gamli tíminn rćđur ekkert viđ Trump, hann er međ nýja hugsun og nýja nálgun á viđfangsefnin. Og í ljósi ţess hvernig hinum  hefur gengiđ á gamla mátann á alţjóđavísu ţá er kominn tími til ađ breyta eins og einhver segir.

Halldór Jónsson, 21.5.2018 kl. 11:56

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Svo sannarlega ţindarlaus eins og Forets Gump

Helga Kristjánsdóttir, 21.5.2018 kl. 14:49

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband