Útlenskar undirskriftir á Eurovision áskorun

Andstæðingar Ísrael safna undirskriftum með útlendinga til að Ísland taki ekki þátt í næstu Eurovision-keppni. Á Facebook kynna Íslendingar fyrir útlendum vinum sínum staðlað form með beiðni um stuðning við málefnið.

Textinn er á ensku og beinlínis ætlaður til að fá erlenda andstæðinga Ísraels í lið með þeim íslensku.

Undirskriftarsöfnun af þessu tagi er algjörlega ómarktæk. Það eru ekki útlendingar sem eiga að ráða því hvort Ísland taki þátt Eurovision.


mbl.is 20 þúsund á móti þátttöku í Eurovision
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Páll hefur hér lög að mæla. Ekkert mark ber íslenzkum yfirvöldum að taka á því þegar útlendingar eru að reyna að segja okkur fyrir verkum. Það er enginn vandi að fá 20-30 þúsund nöfn til viðbótar á slíkan lista smáþjóðar og láta þetta líta út sem eitthvað mikið; en það er alltaf nóg til af óvildarmönnum Ísraels á alþjóðavettvangi og ekkert að marka slíka í okkar íslenzka tónlistarsamhengi.

Pínlegt var að hlusta á einn yfirmanna Rúv ræða þetta meðvirknislega í fréttum þar á þriðjudagskvöld. Það er greinlega verið að reyna að búllýja Rúv í málinu, ekki til þess að við hættum í Eurovision forever, heldur bara af pólitískum ástæðum vegna Ísraels.

Hafi Hamas átt 52 af 60 meintum látnum eftir óeirðirnar við landamæri Gaza, þá er ljóst, að þau hryðjuverkasamtök hafa stefnt því fólki þangað, annaðhvort til að búa til fórnarlömb (ef þeim mislíkuðu drápin, gátu þeir stoppað þetta með skömmum fyrirvara) eða til að etja öllu þessu fólki þangað til að láta á það reyna, hvað girðingarnar og varnalína Ísraelshers þyldi mikið, áður en múgurinn gæti brotizt í gegn og Hamas-liðar sótt inn á land Ísraels.

Menn eiga ekki að gera ráð fyrir góðum ásetningi hjá glæpasamtökum sem hafa margfalt meira á samvizkunni en Mafían. 1.339 drepnir í hryðjuverkum, einkum Hamas-liða, frá hausti 2000 til 2018, í alls konar morðum þar sem byssur, hnífar og farartæki koma við sögu. Sjáið þann lista með öllum nöfnum hér: http://www.mfa.gov.il/MFA/ForeignPolicy/Terrorism/Palestinian/Pages/Victims%20of%20Palestinian%20Violence%20and%20Terrorism%20sinc.aspx --- og skoðið hve "atburðirnir" gerðust þarna með fárra daga millibili, stundum fleiri en einn á dag --- allt morð! --- skoðið t.d. allan fórnarlambalistann, þ.m.t. heilu fjölskyldurnar, á tveimur dögum, 1. júní og 9. ágúst 2001, og voru það þó alls ekki mestu hryðjuverkin! 

Jón Valur Jensson, 17.5.2018 kl. 01:47

2 Smámynd: Örn Einar Hansen

Ísrael á ekki heima í Eurovision ... sem er Euro-vision, og hefur ekkert með "gyðinga" að gera.

Þetta "gyðinga" tal er svo þreitandi, að það er alveg frábært.  EInu "kynþáttahatarar" veraldarinnar, eru þeir sem halda uppi orðinu "kynþáttur" og með einnig þeir sem eru "trúaðir".  Bæði kristnir, gyðingar og aðrir. Sem telja að þeir séu af einhverjum öðrum "kynstofni" en manninum.

Fólk í Ísrael er af sama kynstofni og ég. Og þó svo, mér lítist illa á hann bróður minn, því hann er ofbeldissinnaður drullusokkur. Þá er ég enginn kynþáttahatari ... mér er bara hreinlega illa við ofbeldissinnaða drullusokka.

Örn Einar Hansen, 17.5.2018 kl. 05:45

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þá hlýtur þér, Bjarne, að vera einstaklega illa við ofbeldissinnuðu Hamas-mennina, sem stóðu fyrir þessum þarflausu óeirðum við landamærin. (Og Egyptar eru heldur ekkert hrifnir af uppivöðslusemi Hamas á landamærunum milli Gaza og Egyptalands.)

Ísraelsmenn eru flestir með evrópskar ættarrætur í 1.-4. kynslóð sinni, og þar eru evrópskar hefðir, menningar- og siðferðislegar, augljósari en í flestum arabalandanna.

Jón Valur Jensson, 17.5.2018 kl. 13:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband