Mánudagur, 14. maí 2018
Hamas stundar mannfórnir
Hryðjuverkasamtökin Hamas, sem stjórna Gaza, boðuðu til allsherjarverkfalls til að fá sem flesta í mótmælin við landamæri Ísraels. Skipulagðar rútferðir voru til landamæranna og hvatning kom úr hátalarakerfi bænaturna. Hamas vonaðist til að fá 100 þúsund mótmælendur en 50 þúsund mættu.
Ofanritað er frásögn Die Welt. Þar segir ennfremur: Talsmaður Hamas er ánægður með framvindu dagsins. Þessi fjöldi látinna mun vonandi hreyfa við alþjóðasamfélaginu.
Í fyrndinni var fólki fórnað til að friðþægja goðin. Hamas fórnar börnum á altari stjórnmála.
Átta börn á meðal hinna látnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hamas metur líf borgaranna á Gaza einskis. Þegar þeir skjóta skeytum frá sjúkrahúsum og íbúðarblokkum er tilgangurinn vísvitandi að fórna óbreyttum borgurum, því þeir vita að Ísraelar svara. Það kemur því ekki á óvart að beðið sé upp á rútuferðir á aftökustað.
Mannfórnir er því rétta orðið um athafnir Hamas.
Ragnhildur Kolka, 14.5.2018 kl. 21:33
Er yfirleitt ekki um hvattningu að ræða þegar fólk hópast til mótmæla? En sjaldgæft að fólki sem mótmælir með steinkasti eða bara að mæta í mótmæli sé slátrað eins og skeppnum í tuga tali og þúsundir særðar. Sérstaklega að það sé gert af þjóð á hernumdusvæði eða yfir aðskilnaðarvegg.
Magnús Helgi Björgvinsson, 14.5.2018 kl. 22:16
Og nú ætlið ÞIÐ rEYKVÍKINGARNIR að fara að heiðra múslimska ómenningu
með því að leyfa þeim að reisa nýja mosku í Skógarhlíðinni.
Eða hvað?
Jón Þórhallsson, 14.5.2018 kl. 23:24
Það er blátt áfram óhuggulegt að lesa færslur harðfullorðins fólks, þar sem það hneykslast á mótmælum og örvæntingarfullu grjótkasti fanganna gegn miskunarlausum böðlunum.
Jafnvel afarnir og ömmurnar eru fædd í þessum sannkölluðu útrýmingarbúðum, eða hvað annað er hægt að kalla þessar fangabúðir?
Guð hjálpi fangavörðunum og slekti þeirra öllu, daginn sem Palestínumenn ná vopnum sínum.
Jónatan Karlsson, 15.5.2018 kl. 07:49
......En hryggilegt að lesa fákunnáttu þína Jónatan,ég harðfullorðin hef fylgst með þróun þessa ástands allt frá stofnun Israelsríkis. Þessi litla friðsama þjóð átti eftir að sannfærast um að tilvera hennar og líf byggðist á eigin dugnaði og vörnum.
Helga Kristjánsdóttir, 15.5.2018 kl. 16:35
Ég minnist þess nú ekki að Ísrael hafi nokkurn tíma verið friðsöm, en sem barn og unglingur stóð ég með þessum köppum á borð við Moshe Dyan, þeim eineyga, en með árunum byrjaði að læðast að mér sívaxandi efi um sannleiksgildi einhliða áróðursins.
Nú eftir að hafa séð hlægjandi og glottandi ísraelska hermenn skjóta á vopnlausan múginn í gær, þá fæ ég það endanlega ekki til að stemma við þær frásagnir um þá hræðilegu meðferð á gyðingum sem þeir eru sagðir hafa gengið í gegnum í heimstyrjöldinni, því þá hlytu þeir bara að vera betri, en ekki verri en fyrrum böðlar þeirra.
Jónatan Karlsson, 16.5.2018 kl. 02:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.