Miðvikudagur, 9. maí 2018
Logi: Ísland ónýtt án ESB
Logi Einarsson formaður Samfylkingar klappar enn þann kratastein að Ísland eigi enga framtíð án Evrópusambandsins. Formaðurinn skrifar Moggagrein í dag og segir nánast ólíft á Íslandi án EES-samningsins, sem er aukaaðild að Evrópusambandinu, og beri að verja af ,,öllu afli."
EES-samningurinn var gerður fyrir þjóðir á leið inn í Evrópusambandið. Ísland er ekki á þeirri vegferð. Þjóðríki á leið úr Evrópusambandinu, Bretland, ætlar ekki að ganga inn í EES-samstarfið. Hvers vegna? Jú, vegna þess að í gegnum EES flæða reglugerðir og tilskipanir sem eru inngrip í fullveldi þjóða.
Við höfum slæma reynslu af EES-samningnum. Í skjóli EES gátu íslensku bankarnir stundað bankaviðskipti í Hollandi og Bretlandi og bakað okkur Icesave-vandræðin.
Við eigum að segja upp EES-samningnum til að hamla frekari vandræðum. Brennt barn forðast eldinn. Nema að barnið heiti Logi.
Athugasemdir
ÞEssi bruni í Logum hElvítiS virðist vera óslökkvandi
Halldór Jónsson, 9.5.2018 kl. 08:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.