Þriðjudagur, 8. maí 2018
Sigmundar Davíðs-góðærinu að ljúka
Sigmundur Davíð, þá forsætisráðherra, bjó í haginn fyrir góðæri síðustu þriggja ára. Í fyrsta lagi með leiðréttingunni og í öðru lagi með samningum um uppgjör þrotabúa gömlu bankanna.
Einhverjir hafa notað góðærið til að lækka skuldir og eiga borð fyrir báru þegar slakar á þenslunni. Aðrir haga sér eins og fífl í fjármálum og trúa á betri hag til eilífðarnóns. Þannig er sumt fólk. En hagkerfið er eins og annað í heimi hér, það skiptast á skin og skúrir.
Krónan hefur gefið eftir síðustu daga á gjaldeyrismarkaði. Þeir sem gerðu ráð fyrir sumarfríi í útlöndum þar sem dollarinn væri á 95-kall og evran á 115 kr. verða að endurskoða eyðsluáætlunina. Gjaldeyrisflæðið inn í landið ætti að vera með mesta móti núna, þegar erlendir ferðamenn staðfesta bókanir. En krónan lækkar sem sagt, dollarinn kominn í 102 kr. og evran 121. Í lok sumars, þegar innstreymið minnkar, lækkar krónan meira.
Næstu vikur og mánuðir verða aðlögunartími í hagkerfinu. Hugsum með hlýju til Sigmundar Davíðs og reynum að láta aðlögunina ekki verða að brotlendingu.
Vöxtur skulda sá mesti í 9 ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Framsýnn maður Páll
Halldór Jónsson, 8.5.2018 kl. 11:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.