Formaður VR: gerum árás á samfélagið

Herskár formaður VR hótar skæruliðaverkföllum einstakra hópa til að lama samfélagið. Verkfallshóparnir verði á ,,fullum launum" í skemmdarverkunum á efnahagslífinu.

Á bakvið hótunina glittir í forneskjuna. Formaður VR boðar höfrungahlaup þar sem einn launþegahópur sker sig úr og sækir óraunhæfa kauphækkun sem aðrir hópar elta. Þetta er ávísun á verðbólgu og siðlaust samfélag.

Meðallaun í landinu í október sl. voru 667 þús. á mánuði. Launajöfnuður er óvíða meiri en hér á landi. Háskólamenntaðar starfsstéttir, t.d. kennarar, ná ekki meðallaunum. Hér menntar fólk sig til að þiggja laun undir landsmeðaltali.

Maður gerir ekki út skæruliða að herja á samfélag jafnra launa og góðra lífskjara ef maður er formaður stéttarfélags er vill láta taka sig alvarlega. Hótunin ein er einfaldlega kjánaleg. 


mbl.is Smærri hópar sendir í verkfall á launum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Sveinn Hálfdánarson

Kröfurnarnar eru athyglisverðar. Þær fela í sér stórfellda árás á ellilífeyrisþega. Þeir eiga að sætta sig við enn lægri vexti en nú. Þar að auki er gerð krafa um að inneignir í lífeyrissjóðum verði óvarðar gegn verðbólgu.

Eigendur hlutabréfa hljóta að kætast sem aldrei fyrr. - Ég geri mér ekki grein fyrir hvort kröfurnar eru gerðar af vanþekkingu eða einfaldlega af siðleysi.

Einar Sveinn Hálfdánarson, 2.5.2018 kl. 10:59

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég vil bara benda á það að það er EKKERT TIL SEM HEITIR MEÐALLAUN.  Það er ekki hægt að taka hæstu og lægstu laun og deila með fjölda launþega, sem svo gefur "meðallaun".  Þetta gefur kolranga niðurstöðu og er ekkert annað en að nota tölfræðina til að hliðra til sannleikanum.  í þessu tilfelli væri gæfulegra að taka svokallað MIÐHILDI, þá eru öll laun tekin og launin í miðju gagnanna tekin, þá fæst MUN "réttari" niðurstaða......

Jóhann Elíasson, 2.5.2018 kl. 14:22

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

MIÐGILDI átti þetta að vera.  Ég biðst afsökunar á fljótfærninni...

Jóhann Elíasson, 2.5.2018 kl. 14:24

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Einar Sveinn

Á ekki Ragnar Þór best heima í Pírataflokknum?

Halldór Jónsson, 2.5.2018 kl. 18:16

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Og Sigríður í Eflingu er í 6. sæti í Sósíalistaflokki uppgjafakapítalistans Gunnars Smára

Halldór Jónsson, 2.5.2018 kl. 18:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband