Stundin pönkast, tekur menn niður

Ritstjórn Stundarinnar ,,pönkast" á fólki og ,,tekur menn niður" eins og faðir annars ritstjórans orðaði það svo smekklega. Stundin mælir árangur sinn eftir hvernig tekst til að gjöreyða mannorði fólks sem verða fyrir skothríðinni.

Stundin, í samvinnu við þingmenn Pírata, gerði bandalag við andstæðinga Braga Guðbrandssonar í barnaverndarmálum. Trúnaðarmálum var lekið til Stundarinnar sem klippti og límdi til að láta svo líta út að Bragi gerði sér far um að barnaníðingar kæmust í tæri við fórnarlömb sín.

Með því að taka málið upp á alþingi gáfu Píratar ,,fréttum" Stundarinnar trúverðugleika og RÚV fylgdi á eftir eins og löngum áður. Um tíma leit út fyrir að Stundin, Píratar og RÚV fengju tvo fyrir einn, mannorð Braga og pólitískt höfuðleður Ásmundar félagsmálaráðherra.

Ekkert eftirlit er með starfsháttum fjölmiðla. Þeir njóta tjáningarfrelsisins að pönkast og taka menn niður þar sem tilgangurinn helgar meðalið.

 


mbl.is Grunnforsendan einfaldlega röng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Páll veit greinilega allt um það sem er skipulagt "bak við tjöldin" hjá pírötum og á ritstjórnarskrifstofum Stundarinnar.

Það mætti halda að Páll væri innanbúðarmaður.

Guðmundur Ásgeirsson, 1.5.2018 kl. 15:01

2 Smámynd: Réttsýni

Páll hefur aldrei átt í vandræðum með að gera fólki upp hugsanir, skoðanir, gjörðir og ætlanir til að fóðra furðulegar samsæriskenningar sínar.

Réttsýni, 1.5.2018 kl. 15:50

3 Smámynd: Valur Arnarson

Flottur pistill hjá þér Páll. Kemst að kjarna málsins eins og ávallt.

Frú Mogesen ætti að reyna að drullast til að skilja þá staðreynd að Bragi getur ekki varið sig nema ræða málið opinskátt - sem er viðkvæmt í meira lagi.

Ef krafan er að fundurinn er opinn, þá er honum gert ókleyft að verja sig. Persónuleg málefni fólks eiga ekki erindi til almennings. Píratar þurfa að skilja það.

Valur Arnarson, 1.5.2018 kl. 16:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband