Sunnudagur, 29. apríl 2018
Illgjarnir þingmenn og einelti Stundarinnar
Stundin notar harðvítuga forræðisdeilu til að koma höggi á félagsmálaráðherra. Þingmenn Pírata eru í samvinnu við Stundina að gera höggið sem þyngst. Í kjölfarið kemur bloggher Samfylkingar og krefst afsagnar ráðherra - gagngert til að veikja ríkisstjórnina.
Stundin kemur upp um sig þegar í inngangi fréttarinnar af forræðisdeilunni þar sem ásakanir um kynferðislega misnotkun föður er í fyrirsögn. Í inngangi segir:
Bragi Guðbrandsson hjá Barnaverndarstofu beitti sér fyrir því að prestssonur fengi að umgangast dætur sínar sem hann var grunaður um að misnota. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra vissi allt en hélt málinu leyndu fyrir Alþingi.
Með leyfi: hvernig getur félagsmálaráðherra ,,vitað allt" um heiftarlegar deilur skilnaðarhjóna um forræði barna? Er ráðherra með aðgang að einkalífi fólks?
Stundin notar lævíst og villandi orðalag til að gera hlut fóðursins sem verstan. Þegar föðurfjölskyldan óskar eftir umgengni við börnin vegna dauðvona ömmu þeirra heitir það í texta Stundarinnar að forstjóri Barnaverndarstofu ,,hafi hlutast til um framgang málsins hjá barnavernd af greiðasemi við fólk sem hann vorkenndi vegna veikinda." Stundin dregur upp þá mynd að embættismaður hafi fallið fyrir veikindavæli föðurfjölskyldunnar svo að perra-pabbinn kæmist í tæri við dætur sínar. En, sum sé, amman var dauðvona en ekki með kvef.
Undirþemu Stundarinnar, prestar-eru-perrar, er haldið lifandi í frásögninni með samsæriskenningum um að vel tengdir prestar skáki í skjóli sambanda við valdhafa til að hylma yfir óþokkaverk.
Allir eldri en tvævetra vita að í forræðisdeilum er öllum brögðum beitt þegar fyrrum hjón/sambúðarfólk deilir um umgengni við börnin. Þess vegna fer ekki vel á því að forræðisdeilur séu reknar í fjölmiðlum.
Ritstjórn Stundarinnar veit upp á sig sökina. Leiðari ritstjórans, Ingibjargar Daggar Kjartansdóttur, sem sjálf er skilnaðarbarn, er óbein viðurkenning á hve hálum ís Stundin skautar. Leiðarinn segir efnislega að ef grunur vaknar um misnotkun barna eigi að afhausa þann grunaða - helst opinberlega. Málflutningur sem gefur sér að grunur jafngildi sekt er í stíl við galdrabrennublaðamennsku Stundarinnar. Sálfræðilegt álitamál er hvort Ingibjörg Dögg sé í tilvistarangist sem skilnaðarbarn. Eitt er víst: dómgreindin, sú litla sem ritstjórinn kann að eiga, var í pásu þegar leiðarinn var skrifaður.
Verstur er þó hlutur þingmanna Pírata. Þeir ganga fram með djöfulmóð til að slá pólitískar keilur í fjölskylduharmleik. Ekkert barn, misnotað eða ekki, mun hafa nokkurn hag af málflutningi Stundarinnar og Pírata.
Fjölskylduharmleikir, hvort heldur kynferðisleg misnotkun kemur við sögu eða ekki, eiga sinn vettvang. Sá vettvangur er hvorki sirkusinn við Austurvöll né galdrabrennublaðamennska Stundarinnar.
Ég er ekki kunningi Braga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég er sammála því að harmleikur af þessu tagi skuli aldrei vera nýttur í pólitískri skák, og ég reyndar trúi ekki að Píratar séu að gera neitt slíkt. Ég reyndar get engan vegið séð hvernig þú færð það út.
Það er alveg rétt að það skuli fara varlega að svona harmleik en þegar öllu er á botninn hvolft þá eiga börn ávallt að njóta vafans.
Stefán Þór Guðbjartsson, 29.4.2018 kl. 11:47
Stundin varði umfjöllun sína um lekann úr dómsmálaráðuneytinu, á minnisblaði um Tony Omos, á grundvelli persónuverndarlaga. Nú hefur Stundin söðlað um og haft frumkvæði að birta viðkvæmar persónugreinanlegar upplýsingar um tvö íslensk stúlkubörn. Maður spyr - metur Stundin það svo að persónuupplýsingar útlendinga vegi þyngra en Íslendinga? Hver er skoðun lögreglunnar á þessum leka? Og hver er skoðun ríkislögmanns?
Ragnhildur Kolka, 29.4.2018 kl. 12:44
Ragnhildur. Hvaða persónugreinanlegu upplýsingar komu fram í umfjöllun Stundarinnar? Ef þú gætir sýnt fram á það t.d. með tilvitnun myndi það þjóna gagni í þessari umræðu. Ég spyr einfaldlega vegna þess að ég hef ekki séð neinn nafngreindann í umfjöllun Stundarinnar nema þennan Braga en störf hans sem embættismanns eru ekki og eiga ekki að vera leyndarmál.
Guðmundur Ásgeirsson, 29.4.2018 kl. 15:33
Guðmundur.
Hvað heldur þú að séu margar forsjárdeilur í Hafnafirði, þar sem föðurafi, umræddra stúlkna er prestur ?
Valur Arnarson, 29.4.2018 kl. 15:58
Ég hef ekki hugmynd um það og þekki engan prest í Hafnarfirði. Það eru því ekki upplýsingar sem ég get persónugreint.
Hvað ætli séu margar forsjárdeilur í Kópavogi þar sem afi viðkomandi barna er strætisvagnabílstjóri? Um það hef ég heldur ekki hugmynd.
Guðmundur Ásgeirsson, 29.4.2018 kl. 16:11
Guðmundur. Ertu að reyna að halda því fram að það séu jafn margir prestar í Hafnafirði, eins og strætóbílstjóar í Kópavogi ? Jahérna.
Valur Arnarson, 29.4.2018 kl. 16:50
Kolka
Veistu hvar valmennið Tony Omos heldur sig þessa dagana?
Halldór Jónsson, 29.4.2018 kl. 19:33
Halldór, ég sá viðtal við Omos og frú nýlega. Held hann búi á Keflavíkurflugvelli þar sem hann kvartar sáran undan að enginn vilji ráða hann í vinnu.
Ragnhildur Kolka, 29.4.2018 kl. 20:20
Ljóst að pistilshöfundur skilur ekki hugtakið einelti.
Jón Ingi Cæsarsson, 30.4.2018 kl. 09:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.