Sunnudagur, 22. apríl 2018
Kerfi sem lifa á vandamálum
Ef tekst að fá hljómgrunn fyrir manngerðan vanda, t.d. losun gróðurhúsaloftegunda, spretta óðara fram hagsmunir sem nýta sér vandann til ábata, bæði á vettvangi stjórnmála og viðskipta.
Þessir hagsmunir mynda kerfi sem þrífst á að viðhalda og styrkja þá sannfæringu almennings að vá sé yfirvofandi. Til að leysa meintan vanda þarf að setja peninga í rannsóknir og varnir en þó fyrst og fremst allskonar kynningu og markaðsstarf sem viðheldur athyglinni á meintum vanda.
Kerfin sem lifa á vandamálum eru síðust til að viðurkenna að meint vandamál voru e.t.v. úr lausu lofti gripin eða stórlega ýkt.
Kynnti nýja aðferð í stjórnmálunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Djöfull er þetta góð ræða" Sigmundar, meina það en orðbragðið hef ég eftir vistmanni á Kópavogshæli.Presturinn minn blessaður Árni Pálsson heitinn,söng stundum messu á Kópavogshæli,en gætti þess að hafa þær ekki of langar.Allir sátu hljóðir yfir einni slíkri í den og hlýddu á stólræðu hans,þegar einn þeirra gall við með þessari hástemmdu viðurkenningu.Séra Árni sem var allra manna ljúfastur og mikill humoristi,hafði því gaman af þótt léti ekki á neinu bera þá.
Helga Kristjánsdóttir, 23.4.2018 kl. 04:50
Don Quixotar stjórnmálanna kjósa að berjast við vindmyllur af því að óttinn við heimsendi er svo ríkur í mannskepnunni. Og þar liggja líka peningarnir. Að framkvæma það mögulega þykir þá lágkúruleg.
Gott hjá Sigmundi.
Ragnhildur Kolka, 23.4.2018 kl. 07:56
Ræða SDG SNILD ,sem i raun kom öllum i opnaskjöldu en afhjupaði i raun þvilikt bull þessi loftslagsmál eru ...Kerfin sem spila með allann heiminn sem sperrir asnaeyrun og hleypur af stað . Peningaplokk eins og flest litil skynsemi á bak við .........En sammála að allir eigi að ganga vel um jörðina sina ...það er allt önnur Ella
rhansen, 23.4.2018 kl. 11:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.