Mánudagur, 23. apríl 2018
Sýniþörf lögfræðings og þigmanna
Lögmaður með sýniþörf spilar á skoðanabræður sína og systur í þingliði Samfylkingar og Pírata. Lögmaðurinn leggur fram bókun í réttarsal í von um að þingmenn geri pólitík úr bókuninni.
Bókunin er réttafarsleg steypa en hún kallast við pólitíska tortryggni sem Samfylking og Píratar ólu á vegna skipunar dómara í landsrétti.
Sniðugt hliðarmál í uppákomunni er lögmaðurinn og Píratar eiga sameiginlegt að fara frjálslega með prófgráður. Og það er auðvita slíkt fólk sem við viljum að eigi síðasta orðið um rétta skipan dómsmála.
Mun krefjast skaðabóta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Tímabær upprifjun á ferli lögmannsins sem nú reynir pólitískt - comeback - um bakdyrnar.
Ragnhildur Kolka, 23.4.2018 kl. 07:39
Lögmenn mega ekki auglýsa þjónustu sína, því reyna þeir að berast á í fjölmiðlum. Ekki eru þeir allir merkilegir pappírar.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 23.4.2018 kl. 09:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.