Sunnudagur, 22. apríl 2018
Líf án sársauka, líf á dópi
Sársauki sem verður til við stórfelld inngrip í líkamann, t.d. skurðaðgerð, ber að deyfa með lyfjum. Sársauki sem myndast án sýnilegra líkamlegra ástæðna er ekki ástæða til að meðhöndla með deyfilyfjum.
Óþol gagnvart sársauka er ríkjandi viðhorf. Ef einhver segist finna til er óðara leitað ráða til að deyfa þá tilfinningu.
Við fæðumst við sársauka og fæstir fara í gegnum lífið án þess að finna til. Lyf við sársauka ætti að vera neyðarúrræði en ekki sjálfsagður flótti frá mannlegu ástandi.
Umdeild notkun ópíóðalyfja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.