Heiminum er ekki stjórnað frá Reykjavík, Logi

Trump Bandaríkjaforseti ákvað að sprengja Sýrland og fékk Breta og Frakka í lið með sér. Yfirlýstur tilgangur var að sprengja Sýrland svo að Sýrlendingar sprengdu ekki landið sitt sjálfir - en það hafa þeir dundað sér við í sjö ár. Barnslega einfalt og iðulega kennt við vestrænt frjálslyndi.

Logi Einarsson formaður Samfylkingar og allur þingflokkur Pírata á erfitt með að skilja heimspólitíkina. Loga og Pírötum er fyrirmunað að skilja hvers vegna Ísland var ekki haft með í ráðum.

Í stað þess að kíkja á landakort og rifja upp sögu Íslands, sem hvorugt er með neina tengingu við Sýrland, gera Logi og Píratar stórmál úr orðfæri utanríkisráðherra annars vegar og hins vegar forsætisráðherra.

Guðlaugur Þór utanríkis sagði árásina ,,skiljanlega" en Katrín forsætis sagði hana ,,viðbúna". Loga finnst ótækt að ráðherrarnir noti ekki sama orðalagið.

En, sem sagt, Logi, ríkisstjórn Íslands stjórnar ekki ákvörðunum í Washington, London og París. Orðin sem Guðlaugur Þór og Katrín notuðu gefa til kynna að þau lærðu eitthvað í barnaskóla og hafa hugmynd um hvernig heimurinn virkar. Ekki verður það sama sagt um Loga og Pírata. 


mbl.is Ótímabærar loftárásir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Logi er af þessari kynslóð sem heldur að allt sé svart eða hvítt. Þau lærðu þetta í barnaskóla af misvitrum femínista kennurum og jafnvel raupsokkum. Krakkar á þessum tíma voru hreinlega heilaþvegin og sagt að heimurinn færist ef fólk notaði jarðefna eldsneyti og Jöklarnir hyrfu ef ekkert væri gert. Þetta er hættuleg kynslóð sem við sem erum ennþá lifandi skulum halda frá því að komast í stjórn.

Valdimar Samúelsson, 16.4.2018 kl. 10:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband