Vestræn mannúð stýrist af reiðibylgjum

Vestræn ríki skutu eldflaugum á Sýrland til að sefa reiði á samfélagsmiðlum vegna meintrar eiturefnaárásar sýrlenskra stjórnvalda á íbúa landsins. Reiðibylgjur samfélagsmiðla og fjölmiðla eru helsta aðferðin til að fá vestræn ríki til aðgerða.

Rétt fyrir meinta eiturefnaárás reyndu hryðjuverkasamtök Hamas á Gasa að efna til reiðibylgju gegn Ísrael með því að fórna palestínskum unglingum í uppþotum. En vestræn mannúð ræður aðeins við eina reiðibylgju í einu. Eftir atburðina í Sýrlandi varð ekkert úr sviðsettu uppþotunum.

Það er svo önnur umræða hvort mannúð verði nokkru sinni rétt tjáð með sprengjum. 


mbl.is Finna fyrir reiði þingmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Réttsýni

Eina reiðibylgjan sem ég sá á samfélagsmiðlum varðandi Sýrlandsárásina snerist um að kolrangt væri að ráðast á Sýrland vegna ósannaðra ásakanana um eiturvopnaárás sem flestir sjá að er ólógískt með öllu að sýrlenska stjórnin hafi staðið að. En sjálfsagt ert þú að lesa einhvern áróður sem fer framhjá mér.

Réttsýni, 16.4.2018 kl. 15:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband