Sunnudagur, 15. apríl 2018
Raunsæi eða óreiða; Nató eða ekki
Ísland er aðili að Nató frá 30. mars 1949 með samþykkt á alþingi. Mestu götuóeirðir Íslandssögunnar urðu þennan dag, svo að ljóst má vera að skiptar skoðanir voru í lýðveldinu unga um aðildina.
Nató var stofnað sem hernaðarbandalag Bandaríkjanna og Vestur-Evrópu í upphafi kalda stríðsins. Vitanlegan átti að leggja Nató niður þegar kalda stríðinu lauk fyrir tæpum 30 árum. En það var ekki gert og Nató varð verkfæri Bandaríkjanna og ESB að herja á fjarlæg lönd, t.d. Úkraínu og Írak.
Frá siðferðislegu sjónarmiði ætti Ísland að segja sig úr Nató. En í alþjóðamálum trompar valdið alltaf siðferðið. Ef Ísland tæki siðferðilega rétta afstöðu, og segði sig úr hernaðarbandalaginu, yrði valdatómarúm á Norður-Atlantshafi. Ísland yrði leiksoppur í viðleitni stórvelda, Bandaríkjanna, Rússlands, Bretlands og Evrópusambandsins að tryggja hagsmuni sína í þessum heimshluta.
Það er ekki gott fyrir smáríki að verða leiksoppur stórvelda. Það veit á óreiðu í innanríkismálum þar sem ólíkir hópar viðra sig upp við útlenda hagsmuni. Þess vegna eigum við að halda okkur við skásta kostinn í öryggis- og varnarmálum, standa við samþykktina frá 30. mars 1949 og dvelja áfram í Nató. Jafnvel þótt hernaðarbandalagið sé oftar á röngunni en réttunni hin síðari ár.
Ræða afstöðu Íslands í kvöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sennilega væri það best að allir nýjir FORSETAR ÍSLANDS
væru kosnir út á þessa spurningu.
Jón Þórhallsson, 15.4.2018 kl. 16:25
AF tvennu illu er skárri kosturinn að halda sig innann en utan Nato
rhansen, 15.4.2018 kl. 16:41
Það er nú hætt við tómarúmi á meginlandi Evrópu með Austurríki, Finland, Írland, Möltu og Sviss utan NATO. Hvernig þora þessar þjóðir því? Tala nú ekki um finna sem eru ofan í hættulega birninum.
Jón Páll Garðarsson, 15.4.2018 kl. 17:01
Segjum nú svo að björninn ákveði að ráðast á Ísland og hertaka það. Er okkur eitthvert öryggi af því að vita að kaninn, tjallin, eða baunar kæmu hingað og leggðu landið í rúst við að berjast við þá?
Segjum að Rússar sprengdu upp frakkland, með einni Sarmat II ... er okkur eitthvert öryggi af því að ef kaninn og rússin létu rigna bombum á hvorn annan að við fengum líka eina, af því við erum í "bandalginu"?
Okkur stafar nákvæmlega ekkert öryggi af NATO ... það var gengið í NATO, bara til að kaninn gæti haft hér herstöð. Og fengu ekki Íslendingar nóg af svelti, við að fá selda ónýtar baunir af þjóðverjum og dönum, svo maður tali nú ekki um að fá forfeður sína rekna á flótta frá þessum löndum?
Tja, ég bara spyr
Örn Einar Hansen, 15.4.2018 kl. 18:41
Það er í meira lagi undarlegt að kalla þurfi saman utanríkismálanefnd Alþingis, til að fjalla um afstöðu Íslands, þegar framkvæmdastjóri NATO hefur þegar lýst því yfir að allar aðildarþjóðirnar styðji verknaðinn.
Halldór Egill Guðnason, 15.4.2018 kl. 21:59
Ég held að það sé í rauninni ekkert að því að hafa NATO. Þetta er ágætis klúbbur til að draga úr líkunum á að þjóðirnar innan NATO ráðist á hver aðra. Við höfum til dæmis notið góðs af þessu oftar en einu sinni.
Evrópuþjóðir eru ekki herskáar. Helmingur Þýsku skriðdrekanna er alls ekki gangfær vegna vanrækslu og það er hvort sem enginn sem kann að stjórna þeim .Herþotur þeirra hafa ekki verið uppfærðar,þannig að þær geta ekki farið í árásir á nóttunni. Belgiskir hermenn vita ekki hvert þeir eiga að fara ef þeir væru kallaðir til vopna og hluti Breskra kafbáta mundu sökkva ef þeir reyndu að skjóta eldflaugum úr þeim.
Þetta bendir til að Evrópubúar séu ekki í stríðsham og þetta bendir einnig til að þeir telji sér ekki standa ógn af neinum,enda stendur okkur ekki ógn af neinum.
Vandamálið hérna eru Bandaríkjammenn.
Eftir fall Sovétríkjanna er tekin sú ákvörðun innan Bandaríkjanna að þau skyldu vera eina stórveldið í heiminum og að þeim mundi aldrei framar stafa ógn af öðru ríki,hvorki efnahagslega eða hernaðarlega. Þetta er ekkert leyndarmál. Menn geta lesið sér til um þetta í gögnum frá Bandaríkjunum.Hluti af þessum pakka er að ráða yfir orkulindum heimsins. Sá sem ræður orkunni,ræður öllu. Annar hluti af þessu er að hluta í sundur ríki sem gætu risið og orðið ógn við Bandaríkin.
Afstaða sem þessi hlýtur að leiða til átaka,og stór hluti átaka í heiminum stafar einmitt af þessari afstöðu. Þetta er ástæðan fyrir að Bandaríkin eru aðilar af næstum öllum styrjöldum sem hafa átt sér stað í 30 ár.Oftar en ekki sem upphafsmenn,beint eða óbeint.
Meðan Sovétríkin voru til, ríkti alltaf svolítil spenna milli austurs og vesturs,en það var í raun engin hætta á ferðum. Allir voru búnir að finna fjölina sína og vissu að þeir gætu sig hvergi hreyft. Ég held að við getum alveg viðurkennt í dag ,að við vorum Sovétríkjunum ekki mjög hjálplegir og gerðum okkar til að gera afkomu Sovétmanna verri en hún þurfti að vera.
Þegar Sovétríkin sundrast erum við svo ljónheppin að fólkið þar erfir þetta ekkert við okkur.Bæði ráðandi stjórnmálamenn og almenningur er mjög svo hlynntur vesturlöndum. meira en 80% Rússa eru beinlínis ólmir að vingast við vesturlönd.
En það er einn hængur á. Bandaríkjamönnum er ljóst að Rússland hlýtur fyrr en seinna að verða efnahagslegt stórveldi og þeir voru þá þegar hernaðarlegt stórveldi vegna kjarnorkuvopnanna og vegna orkulindanna. Þetta samræmist engann veginn þeirri stefnu sem hafði verið mörkuð innan Bandaríkjanna. Bandaríkjamenn hefjast strax frá fyrsta degi handa við að veikja Rússland. Eina leiðin til að binda svo um hnútana að Rússland rísi aldrei úr öskustónni er að hluta það í sundur í viðráðalegri bita. Við fáum Téteniustríðið.
Þegar þú vilt hluta í sundur land eins og Rússland,er eina leiðin að finna annaðhvort trúarhóp eða aðskilnaðasrsinna sem eru nógu herskáir til að vilja beita vopnum til að koma vilja sínum fram. Þú eflir þennan hóp pólitískt og fjárhagslega í nokkur ár,kannski áratug, og þegar rétti tíminn er kominn verða uppþot og þú skaffar hópnum vopn eftir þörfum. Þetta gerðu Bandaríkjamenn í Téténiu í samvinu við Saudi Araba. Meiningin með þessu var að kljúfa Suður Kákasus frá Rússlandi. Það munaði engu að þetta tækist,hefði sennilega tekist ef Putin hefði ekki gripið inn í.
Sama er upp á teningnum í Siberiu. Þar er reynt að kynda undir þjóðernistilfinningu,en gallinn er að þessi hreyfing er afar lítil og alls ekki herská. Þegar forystumenn hreyfingarinnar voru staðnir að verki við að funda með Bandarískum sendiráðsmönnum fyrir síðustu þingkosningar ,leystist hreyfingin hreilega upp. Fylgi hennar hvarf nánast alveg.
Samvinna Bandaríkjamanna við Saudi Arabiu er mikilvæg,af því að Bandaríkjamenn eru ekki í neinum færum til að æsa upp öfga muslima. Öfga Muslimar mundu væntanlega snúast gegn þeim.
NATO hefur ekkert hernaðarlegt gildi fyrir Bandaríkjamenn,þeir hafa alveg nógann hernaðarmátt og nóga peninga til að hrinda sínum áætlunum í framkvæmd. Það sem þeir þurfa er pólitískur stuðningur.Þeir þurfa Evrópu til að réttlæta aðgerðir sínar til að þær hafi löglegt yfirbragð. Allar þessar aðgerðir eru þó algerlega ólöglegar samkvæmt alþjóðalögum. Þetta er ástæðan fyrir að Bandaríkjamenn hafa glaðir greitt mest allan kostnað við NATO. Evrópubúar rétta svo upp hendina eftir þörfum,til að fá að vera í friði. Nú í seinni tíð hafa Frakkar þó tekið aukinn þátt í stríðum af þessu tagi,til að tryggja hefðbundna hagsmuni sína í Norður Afríku.
Rússar hafa engar heimsveldislegar ambisjónir og hafa ekki haft frá falli Sovétríkjanna . Rússar lærðu sína lexíu á Sovéttímanum ,og gera sér fulla grein fyrir að Rússland hefur enga burði til slíks og það er heldur ekki eftirsóknarvert. Herenaðarlegur viðbúnaður þeirra er eingöngu í varnarskini ,eins og sést greinilega á þeim áherslum sem þeir hafa á því sviði. Þeir hafa sáralitla getu til að berjast fjarri Rússlandi. Hinsvegar munu þeir verja sameinað Rússland til síðasta manns eins og þeir hafa alltaf gert.
Því miður hefur það gerst að þetta hernaðarbrölt Bandaríkjamanna og óheyrilegt sinnuleysi eða vesaldómur Evrópskra stjórnmálamanna,hefur orðið til þess að Rússar sem þráðu ekkert heitar en að vingast við Evrópu,eru nú sífellt að verða meira andevrópsskir. Evrópumenn eiga eftir að naga sig illa í handbökin fyrir vesaldóminn.
Það er ekki of seint að snúa við blaðinu,en tíminn er að fjara út. Bráðum verður ekki aftur snúið.
Borgþór Jónsson, 16.4.2018 kl. 10:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.