Dramadrottningin í KÍ

Ragnar Þór Pétursson var ekki tekinn við formennsku í KÍ áður en vantrausti var lýst á hann. Það er einsdæmi í sögu stéttarfélaga. 43 prósent þingfulltrúa lýstu vantrausti á Ragnar Þór.

Ragnar Þór sló í gegn sem dramadrottning í Kastljósi og með bloggskrifum þar sem hann sagðist ofsóttur af vondu fólki vegna skoðana sinna. Þegar að var gáð reyndust ofsóknirnar þær einar að fyrrum nemandi kærði Ragnar Þór fyrir að sýna sér klám.

Á meðan Ragnar Þór var einn um að skrifa fjölmiðladrama í kringum sína persónu leið honum fjarska vel í sviðsljósinu. En þegar réttar ályktanir voru dregnar af framgöngu hans fannst nýkrýnda formanninum það ekkert sérlega sniðugt.

Menn flýja ekki sjálfa sig. Ragnar Þór mun sýna í starfi sínu hvaða mann hann hefur að geyma. Sá naumi meirihluti sem studdi Ragnar Þór á þingi KÍ mun naga sig í handarbökin fyrir dómgreindarleysið.


mbl.is Formaður KÍ skammaði fjölmiðla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband