Ísland réðst ekki á Sýrland

Í gær var umræða um afstöðu Íslands til flugskeytaárása á Sýrland. Látið var að því liggja í RÚV, með spurningum til ráðamanna, að Ísland ætti einhvern hlut að máli.

Flugskeytaárásin kemur Íslandi ekki hið minnsta við. Þrjú ríki, Bandaríkin, Bretland og Frakkland ákváðu að skjóta á Sýrland og spurðu hvorki kóng né prest. Alþjóðleg samtök sem Ísland á aðild að, t.d. Sameinuðu þjóðirnar og Nató, voru ekki höfð með í ráðum.

Tilraunir RÚV og annarra álitsgjafa í fjölmiðlum til að gera Ísland meðsekt eru ekki í neinum tengslum við veruleikann.


mbl.is Öryggisráðið felldi tillögu Rússa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Borgþór Jónsson

Ísland réðist á Sýrland.

Við eigum engar eldflaugar til að senda,en við tökum þátt í að skapa þær aðstæður sem þessi þrjú ríki þurfa til að geta áhyggjulaus framið svona glæp. Við erum  einskonar byrgjar fyrir stríðsglæpi.Tæknilega séð voru það áhafnirnar á skipunum og flugvélunum sem gerðu þessar árásir,dettur einhverjum í hug að einangra atburðinn við það. 

Ég horfði á beina útsendingu á umræðum og atkvæðagreiðslu um tillöguna.

Þrjú að fastaríkjum í öryggisráðinu höfðu brotið sjálfa grundvallarreglu Sameinuðu þjóðanna og einu ástæðuna fyrir að þær eru til yfir höfuð.

 Það var aumkunarvert að fylgjast með þessum farsa þar sem meirihluti ráðsins lagði blessunn sína yfir að þessi ágætu ríki fremdu stríðsglæp númer eitt á lista samtakanna. Fulltrúar nokkurra ríkja tóku til máls um tillöguna og engir nema fulltrúi Bólivíu hafði einurð í sér til að tala um tillöguna,allir hinir töluðu um meinta efnavopnaárás í Sýrlandi,sem var alls ekki til umræðu. Vesaldómurinn var allger og hræsnin vall út úr kjöftunum. 

Þannig fór að meirihlutinn varð sammála umm að grundvallarregla samtakanna væri einskis virði og ekki ástæða til að fara eftir henni.

Fulltrúi okkar Norðurlandabúa,Svíar, var einn af þeim sem lagði blessun sína yfir þetta, með orðhengilshætti.Ég held að hann hafi samt skammast sín fyrir þetta. Ég horfði þarna í beinni útsendingu á aftöku á Sameinuðu þjóðunum. Ef þær hafa þá verið á lífi.

Þetta leit út eins og NATO fundur með áheyrnarfulltrúum frá nokkrum öðrum löndum. Fullttrúar nokkurra þróunarríkja reyndu svo að bjarga sér frá tortímingu með að greiða atkvæði með glæpnum,eða sitja hjá.

Ég held að það sé full ástæða til að leysa upp Sameinuðu þjóðirnar þegar svona er komið. Þær virðast vera orðnar einhverskonar framlenging af NATO og hafa það eitt hlutverk að stimpla glæpaverk þeirra sem gæðavöru. Þær eru því verra en ekkert.

NATO þjóðirnar standa saman og kúga þróunarríkin til að standa með sér,ella hafa verra af. Nicky Hailey skrifar svo niður hvernig þjóðirnar greiða atkvæði, eins og hún segir, og meðhöndlar undanvillinga á viðeigandi hátt.

Sameinuðu þjóðirnar eru því verra en ekkert. Í stað þess að Bandaríkin,Bretar og Frakkar framji illvirki sín á eigin ábyrgð,fremja þeir sín illvirki nú með skírteini frá Öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna. 

Borgþór Jónsson, 15.4.2018 kl. 10:22

2 Smámynd: Kokksi

Þarna segir ÖLL Natóríkin studdu þessar aðgerðir.

Press point by NATO Secretary General Jens Stoltenberg                                              after North Atlantic Councilmeeting on Syria.

All NATO Allies expressed their full support for last night’s actions. Which was intended to degrade the Syrian regime’s chemical weapons capability. And to deter further chemical weapon attacks against the people of Syria. NATO strongly condemns the repeated use of chemical weapons by the Syrian regime. Chemical weapons cannot be used with impunity. They cannot become normalized. They are an immediate danger to the Syrian people, and to our collective security. And those responsible must be held to account

Vandræðagangur Katrínar er aumkunarverður.

Kokksi, 15.4.2018 kl. 10:29

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Mun Ísland ekki þurfa að taka við flóttamönnum frá Sýrlandi sem afleiðingu af því að sprengja heimaland þeirra aftur til steinaldar?

Það er ekki hægt að halda því fram að þetta komi okkur ekki við.

Guðmundur Ásgeirsson, 15.4.2018 kl. 17:10

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Hlægilegt upphlaup og utanríkismálanefnd Alþingis kölluð til sunnudagskvöldsfundar ;)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 15.4.2018 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband