Segjum upp EES, fáum Breta í EFTA

Bretland var stofnríki EFTA árið 1960. Undir formerkjum fríverslunar gætu Bretar gengið á ný í EFTA eftir úrsögn úr Evrópusambandinu. En ekki á meðan EES-samningurinn er ráðandi um samskipti EFTA-ríkja og ESB.

Ef Guðlaugur Þór utanríkisráðherra er raunverulega áhugasamur um aðild Breta að EFTA með Íslandi, Noregi og Sviss ætti hann að beita sér fyrir uppsögn EES-samningsins.

Bretland gengur ekki inn í EFTA á meðan varaútgáfa af ESB-aðild er við lýði. En EES-samningurinn er einmitt slík útgáfa; skerðir fullveldi og gefur ESB færi á inngripum í löggjöf EFTA-ríkja.


mbl.is Fíllinn fer úr postulínsbúðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ég vissi reyndar ekki að Bretar væru að segja sig úr EFTA, hélt að þeir væru bara að ganga úr ESB.

Eins og þú bendir á Páll, þá var Bretland eitt af stofnríkjum EFTA og eru væntanlega aðilar enn. ESB er bara hluti EFTA, rétt eins og EES er hluti þess.

EFTA ríkin eru eftirfarandi:

Austurríki - Belgía - Búlgaría - Danmörk - Eistland - Finnland - Frakkland - Grikkland - Holland - Írland - Ísland - Ítalía - Króatía - Kýpur -Lettland - Liechtenstein - Litháen - Lúxemborg - Malta - Noregur - Portúgal - Pólland - Rúmenía - Spánn - Slóvakía - Slóvenía - Stóra-Bretland - Svíþjóð - Tékkland - Ungverjaland - Þýskaland - Sviss 

Gunnar Heiðarsson, 14.4.2018 kl. 18:26

2 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Dæmi um alvarlega vanþekkingu er að sjá hérna hjá Gunnari. EFTA ríkin eru bara Ísland, Sviss, Lictenstein og Noregur. Þar af eru bara Ísland, Lictenstein og Noregur í EES. Bretland eins og önnur EFTA ríki gengur úr EFTA þegar þau fóru inn í Evrópusambandið.

Fyrrverandi aðildarríki EFTA eru Austurríki (stofnríki), Sviss (stofnríki), Finnland, Portúgal (stofnríki), Stóra-Bretland (stofnríki).

Það er lang skynsamlegast fyrir íslendinga að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru sem gjaldmiðil. Allt annað er tómt della og það er tímasóun að ræða slíkt.

Jón Frímann Jónsson, 14.4.2018 kl. 19:18

3 Smámynd: Aztec

Hvaða della er í þér, Jón Frímann?

Varðandi fréttina: ESB-ríkin verða eftir 11 mánuði að læra að bjarga sér sjálf. Bretar geta ekki endalaust verið að bjarga þeim undan ágangi Þjóðverja. Bretar björguðu Evrópuþjóðum frá hörmungum bæði í fyrra og seinna stríði og hafa ekki fengið greitt einn shilling fyrir það, heldur einungis uppskorið vanþakklæti og hroka, ekki sízt frá Frökkum sem voru og eru illræmdir fyrir bleyðuskap.

Ég vona svo sannarlega að það verði eitthvað úr Brexit, þ.e. að Bretar fari alfarið og ESB hrynji til grunna, svo að Evrópuþjóðir geti fengið frelsisitt á ný. Samt er slæmt að brezka ríkisstjórnin er yfirfull af föðurlandssvikurum, sem eru að þykjast. Bretar eiga ekkert að vera í EES, en etv. í EFTA ef þeir sjálfir vilja, en meirihluti Breta vilja bara vera frjálsir og gera viðskiptasamninga við öll ríki skv. reglum WTO.

Spurningin er hvort Íslendingar eigi ekki bara að segja skilið við EES, sem er myllusteinn um háls íslenzku þjóðarinnar.

Aztec, 14.4.2018 kl. 19:28

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Rétt Páll og Aztec Jón Frímann ef þú ert ESB sinni þá er best fyrir þig að njóta þess á meginlandinu ekki satt. 

Valdimar Samúelsson, 14.4.2018 kl. 20:18

5 Smámynd: Aztec

Jón Frímann er einn af þessum ESB-sinnum sem hafa verið að rembast eins og rjúpur við staurinn allar götur síðan 2008 eða fyrr við að sölsa Ísland undir Fjórða ríkið (ESB) með eigin persónulega hagsmuni í huga (feita bitlinga í Brüssel), eigin hagsmuni því að ekki hefur þjóðin neinn hag að þannig aðild.

Venjulega kallast þannig fólk föðurlandssvikarar. Samfylkingin og Viðreisn eru stútfullar af þessum andskotum.

Aztec, 14.4.2018 kl. 23:38

6 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll Jón Frímann og þakka hólið.

Sjálfur treysti ég ekki alltaf minni vitneskju, það geta jú ekki allir vitað allt. Því fór ég þá leið að leita upplýsinga um hver EFTA ríkin væru, áður en ég skrifaði athugasemd #1. Þær upplýsingar fann ég á vef fjölmenningarseturs og coperaði einfaldlega listann yfir EFTA ríkin þaðan.

Því miður næ ég ekki að tengja link við síðuna en set hér afrit af vefslóðinni: http://www.mcc.is/stjornsysla/kennitala/kennitolu-umsokn-ees-rikisborgara/eesefta-rikin/

Svo er spurning hvor okkar er haldinn alvarlegri vanþekkingu, þú eða ég. Munurinn liggur kannski helst í því að ég þori að viðurkenna mína vanþekkingu og leita mér upplýsinga.

Ekki ætla ég að reyna að snúa þér af ESB trúnni, enda hún sennilega af sömu orsökum og verður því ekki læknuð.

Gunnar Heiðarsson, 15.4.2018 kl. 08:48

7 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Aztec og Gunnar gott hjá ykkur og Jón Frímann þú ættir að breyta un stefnu því ESB er Búið.

Valdimar Samúelsson, 15.4.2018 kl. 12:14

8 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Menn EFTA ríkin eru reyndar bara 4 eins og Jón Frímann segir. Önnur ríki sem voru í EFTA hafa sagt sig úr EFTA þegar þau gengu í ESB. Sjá hér

https://is.wikipedia.org/wiki/Fr%C3%ADverslunarsamt%C3%B6k_Evr%C3%B3pu

Magnús Helgi Björgvinsson, 15.4.2018 kl. 19:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband