ESB nennir ekki að reka EES-samninginn

EES-samningurinn, sem Jón Baldvin kynnti á síðustu öld sem ,,allt fyrir ekkert", er úreltur. Samningurinn var gerður fyrir þjóðir á leið inn í Evrópusambandið.

Evrópusambandinu finnst ekki taka því að reka EES-samninginn lengur. Eftir að ljóst varð að Bretland færi ekki í EES eftir Brexit eru dagar samningsins í raun taldir.

Evrópusambandið mun einhliða breyta samningnum í þá veru að Ísland og Noregur taki við tilskipunum frá Brussel. Við eigum að segja upp EES-samningnum áður en í óefni er komið.


mbl.is Tregða að byggja á tveimur stoðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Páll þetta er gleðitíðindi og því frekar fyrir okkur að segja upp þessum samningi. Kannski ýti undir ákvörðun ESB eða Brussels manna. Eitt bréf frá Ríkisstjórninni það er allt og sumt.

Valdimar Samúelsson, 13.4.2018 kl. 16:24

2 Smámynd: Gunnar Sigfússon

Fyrir það fyrsta þá er ekki hægt að breyta samningi einhliða. Hins vegar er hægt að koma í veg fyrir (einhliða eða ekki) að bætt sé í hann. Samningurinn er góður eins og hann er og við tökum bara við tilskipunum sem byggja á fjórfrelsinu og við höfum ágætis svigrum með lagasetningu innan þess. Við höfum enga ástæðu að segja þessu upp. Norðmenn kannski en þá verða þeir að eiga það við sig

Gunnar Sigfússon, 13.4.2018 kl. 16:47

3 Smámynd: Einar Sveinn Hálfdánarson

Gunnar hefur lög að mæla. Hitt er svo annað að það væri athyglisvert að gera skoðun á stöðu Sviss samanborið við EES. Segði Ísland þessum samningi upp, ja þá væri sambandi komið með andstæðing við hæfi til að sýna heiminum hvar Davíð keypti ölið. Ég er ekki með Jesúkomplex og vil heldur vera án þess að láta krossfesta mig og mína.

Einar Sveinn Hálfdánarson, 13.4.2018 kl. 18:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband