Föstudagur, 13. apríl 2018
Sýrland sem smáútgáfa af heiminum
Um 250 ţúsund eru látnir í borgarastríđinu í Sýrlandi sem hófst 2011. Heimilislausir Sýrlendingar eru milli 4-5 milljónir. Assad-fjölskyldan stjórnar Sýrlandi frá áttunda áratug síđustu aldar.
Uppreisnin gegn ríkisstjórn Assad var hluti af svokölluđu arabísku vori sem í kringum 2010 var andóf gegn ráđandi öflum í mörgum arabalöndum fyrir botni Miđjarđarhafs og múslímaríkjum í Norđur-Afríku. Öflugasti hluti andófsins reyndust herskáir hópar múslíma, Ríki íslams ţar fremst í flokki, sem lögđu undir sig stór landssvćđi í Sýrlandi og Írak.
Bandaríkin og Rússland sameinuđust í ađ kveđa Ríki íslams í kútinn. Bandaríkin kröfđust jafnframt ađ Assad forseta yrđi vikiđ frá völdum en Rússar styđja forsetann. Enginn einn valkostur er viđ valdstjórn Assad. Uppreisnarhóparnir eru margir og sjálfum sér sundurţykkir. Ţeir eru ţjálfađir í stríđi en ekki friđi.
Auk arabískra uppreisnarmanna eru Kúrdar í Norđur-Sýrlandi áfjáđir ađ stofna eigiđ ríki. Kristnir eru annar minnihlutahópur sem virđast láta sér best líka stjórn Assads. Assad-fjölskyldan tilheyrir alavítum, sem eru shíta-múslímar í landi međ súnní-múslíma í meirihluta.
Sýrland er í vissum skilningi smáútgáfa af heiminum. Ólíkir hópar međ andstćđa sannfćringu og hagsmuni berjast fyrir sinni útgáfu af hvernig málum skuli háttađ. Fleiri sprengjur og meiri manndráp bćta ekki hag Sýrlendinga. En ţađ er lenska í ófriđi ađ gefast ekki upp fyrr en öll sund eru lokuđ og síđasta blóđdropanum úthellt. Ábyrgđarhluti er ađ efna til ófriđar.
Getur ţýtt stríđ | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Athugasemdir
Ţetta međ arabíska voriđ er hárrétt. Ţeir sem ýttu undir ţađ hér á Vesturlöndum bera mikla ábyrgđ.
Einar Sveinn Hálfdánarson, 13.4.2018 kl. 08:56
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.