Sök Ragnars Þórs

Ragnar Þór Pétursson fékk 25. október 2013 vitneskju að fyrrum nemandi hans segði farir sínar ekki sléttar af samskiptum við hann sem kennara og að um væri að ræða kynferðis-/blygðunarsemisathæfi.

Ef málið hefði fengið sína meðferð á réttum vettvangi hefði það eflaust aldrei orðið fjölmiðlamatur. En Ragnar Þór gerir málið sjálfur opinbert 11. desember 2013 með bloggfærslu á Eyjunni, rúmum mánuði eftir að hafa fengið að vita að málið snerist um fyrrum nemanda. Þar leggur hann upp með að vera ofsóttur vegna bloggskrifa og segir vont fólk sækjast eftir æru sinni. Hann skrifar: ,,Það er nefnilega frekar mikið til af frekar sjúku fólki og óstöðugu."

Þarna gefur hann tóninn í opinberri málsvörn sinni. Hún gengur út á að hrakyrða og niðurlægja fyrrum nemanda og setur þar með fordæmi um hvernig skuli tekið á kynferðisbrotum í skólum. Í leiðinni flýtur með skáldskapur um að kennarar búi við stöðugt ofbeldi upploginna ásakana.

Ragnari Þór Péturssyni gekk vel að telja fólki trú um að hann væri ofsóttur enda var hann einn til frásagnar. En málflutningur hans er meira og minna staðlausir stafir sem hann skáldar upp jafnt og þétt.

Fyrrum nemandi Ragnars Þórs ofbauð og steig fram í desember 2017. Ragnar Þór Pétursson var þá búinn að tryggja sér embætti formanns KÍ.

Ragnar Þór Pétursson finnur eflaust leið til að lifa með sjálfum sér, ímyndunaraflið er a.m.k. nógu fjörugt. En KÍ getur ekki lifað með Ragnar Þór sem formann. 


mbl.is Gæti skapað skaðlegt fordæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband