Fólk eignast börn, ekki kerfið

Í umræðunni um börn á glapstigu og hvort og hve mikið ,,kerfið" á að grípa inn í líf þeirra vill ábyrgð foreldranna gleymast.

Foreldrar eignast börn og það er ekki ,,kerfisins", barnaverndar eða annarra opinberra aðila, að ala börnin upp og koma þeim til manns. Aðeins í undantekningatilfellum, þegar foreldrarnir bregðast, á að koma til afskipta opinberra aðila.

Barn á villigötum er foreldravandamál fyrst og síðast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Vitanlega, en einhvern veginn finnst mér barnaverndar aðilar fara einatt eftir stöðluðum reglum,sem geta ekki passað öllum.Mál sem er þessu skilt;
Fyrir mörgum árum bað kunningja kona mig að keyra 4-5 ár dreng sem barnaverndar ráð hafði komið fyrir hjá fjölskyldu í Kjósinni.Konan var ömmu systir drengsins en mamman á kafi í eiturlyfjum.Það var átakanlegt að sjá drenginn vefja sig svo fast að frænku sinni og biðja hana að taka sig,nístandi grátur hans gekk svo nærri mér að ég var tilbúin í lögbrot snúa við með hann. En reglurnar voru að enginn nákominn mátti hafa hann. Spurð um hvers vegna og svarið var að mamman gæti þá haft samband við hann sem þótti óhæfa.Seinna var honum komið fyrir út á landi og 2 yngri systkynum hans.    

Helga Kristjánsdóttir, 10.4.2018 kl. 01:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband