Hugarfar fötlunar og andlegra veikinda

40 prósent háskólanema eru ýmist fatlaðir eða langveikir og sjúkrasjóður kennara er að tæmast vegna andlegra veikinda stéttarinnar.

Engar breytingar í starfsumhverfi skóla skýra verra heilsufar nemaenda og kennara. Í tilfelli háskólanema blasir sú mótsögn við að þeir vinna langtum meira með skóla en nemendur erlendis. 

Hugarfarið og aukin velmegun er líklegasta skýringin á verra heilsufari nemenda og kennara.


mbl.is Háskólanemar vinna mikið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þetta er kynslóðin sem á að erfa landið. Kulnuð áður en hún kemst út á vinnumarkaðinn.

Ragnhildur Kolka, 9.4.2018 kl. 14:30

2 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Hvaða aldurshópar nemenda eru þetta?  Væri ekki ráð að skoða tölurnar aðeins og átta sig á þeim?  Það er mikill fjöldi eldra fólks í háskólanámi, fólk sem er að byrja annan eða þriðja starfsferil og hefur oft orðið fyrir heilsutjóni. Mikið væri gaman að sjá fólk skoða tölur og staðreyndir áður en komist er að algerlega órökstuddum niðurstöðum?

Arnór Baldvinsson, 9.4.2018 kl. 15:31

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ég geng útfrá að sama aðferðafræði gildi um þessar kannanir og um slembiúrtak sé að. Fleiri tuga prósenta munur skýrir ekki þessa "fötlun" og er langt út fyrir öll skekkjumörk.  

Ragnhildur Kolka, 10.4.2018 kl. 09:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband