Bloggher Samfó og Pírata - Göbbelsaðferðin

Aðferð áróðursmálaráðherra Þriðja ríkisins, Jósef Göbbels, var að endurtaka sömu lygina nógu oft til að almenningur tryði. Bloggher Samfylkingar og Pírata klappar sama steininn í dag og í gær.

Samræmdu skilaboðin eru þessi: Sjálfstæðisflokkurinn stjórnar ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Tilbrigðin eru ýmis, s.s. Vinstri grænir gefast upp, Bjarni Ben. sterkari en Katrín, uppgjöf VG og svo framvegis.

Tilefni samræmdu skilaboðanna er ríkisfjármálaáætlun næstu fimm ár.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Réttsýni

Toppurinn á tilveru Páls Vilhjálmssonar er að líkja baráttufólki fyrir jafnrétti við nasista. Súrsaðra gerist það varla.

Réttsýni, 5.4.2018 kl. 16:29

2 Smámynd: Einar Sveinn Hálfdánarson

"Baráttufólk fyrir jafnrétti". Hér fljótum vér eplin sögðu hrossataðskögglarnir. Eða átti kannski að standa "baráttufól"?

Barátta pírata fyrir réttinum til að vinna ekki, en þiggja samt laun á við vinnandi fólk er sem sé barátta fyrir jafnrétti! Það er gott að fá hlutina á hreint. - Reyndar hafa forystumenn pírata svo sem ekkert beðið; bara farið aðrar leiðir sem greinilega hugnast rétttsýnum.

Einar Sveinn Hálfdánarson, 5.4.2018 kl. 18:26

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Horfið á Þórunni Sunnu og hlustið á Björn leví,  þá sjá menn vandamál íslenskra stjórnmála í hnotskurn . Það leysist ekki fyrr en allir ríkisstyrkir verða teknar af stjórnmálaflokkum og þeir gefnir frjálsir

Halldór Jónsson, 5.4.2018 kl. 20:04

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Gaman ef einhver benti mér á hvar ég finn "bloggher Samfó" Hef ekki fundið hann þrátt fyrir ítrekaða leit nú í kvöld. Reyndar er ég í Samfylkingunni og hef ágæt sambönd þar og hef aldrei heyrt talað um einhvern bloggher. Hef ekki séð aðra en þingmenn flokksins og svo bara ótengt fólk tjá sig um Katrínu og stöðu hennar og Vg.

Magnús Helgi Björgvinsson, 5.4.2018 kl. 20:55

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þú verður að átta þig á því rosalega samsæri sem hefur verið í gangi undanfarinn áratug dómi bloggsíðuhafans þar sem RUV, Samfó og ESB stjórna jafnvel heimsstjórnmálunum, samanber það að hafa skáldað upp Panamaskjölin. 

Ómar Ragnarsson, 5.4.2018 kl. 21:14

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Magnús, þú ert t.d. hluti af þessum bloggher. Engin að segja að þú sért ráðinn í það, en innvígður ertu. :)

Jón Steinar Ragnarsson, 5.4.2018 kl. 21:18

7 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Bloggher samfylkingarinnar á blog.is samanstendur af 1 manni. Sá heitir Jón Ingi Cæsarson og stendur í skotgröfunum upp fyrir haus!

Bloggher Sjálfstæðisflokksins, sem Páll er hluti af, er ekkert skárri. Þeirra boðskapur gengur út á að allt fari til fjandans ef Sjálfstæðisflokkurinn þarf að hrökklast úr þessari ríkisstjórn vegna málefnaágreinings við VG.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 5.4.2018 kl. 21:19

8 Smámynd: Björn Birgisson

Í hvaða bloggher ert þú Páll Vilhjálmsson? Er þinn bloggher betri en aðrir? Þú nánast stundar ofsóknir gegn vinstri mönnum í landinu! Þú veist að sá er háttur fasista víða um lönd. Ert þú með betri málstað en fólkið sem þú riðlast á alla daga, það er skoðunum þess? Nú ert þú í glerhúsi - og kannt ekki umgengisreglur í slíku athvarfi. Biddu vini þína og samherja í skítkastinu á vinstri menn um ráð - ef til vill eru þeir ekki allir með kíkinn fyrir blinda auganu eins og þú. 

Björn Birgisson, 8.4.2018 kl. 00:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband