Dagur hinn nýi Davíð

Samfylkingin eignast í Degi Bergþórusyni vinstriútgáfu af Davíð Oddssyni. Með pennastriki veitir borgarkonungurinn kosningarétt lýðræðislega sveltum og hrjáðum ungmennum 16-18 ára.

Í stíl forræðishyggju vinstrimanna munu foreldrar ólögráða ungmenna hafa hönd í bagga með atkvæðagreiðslu barna sinna. Þar gaf formaður Samfylkingar, Logi Einarsson, tóninn við nýliðnar þingkosningar er hann tók ólögráða dóttur sína með í kjörklefann.

Á páskadag 1. apríl  er borðið dekkað fyrir Dag konung vinstrimanna og ólögráða æskulýðsbyltinguna síðustu helgina í maí. Við lifum sannarlega frásagnarverða tíma.


mbl.is 16-18 ára fá að kjósa í borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Já er ekki einmutt dagsetningin 1. apríl það sem helst þarf að hafa í huga varðandi þessa frétt.

Sigurður M Grétarsson, 1.4.2018 kl. 11:55

2 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Einmitt það sem mér datt í hug. 

1.apríl.

Frábært gabb ef svo er.

Sigurður Kristján Hjaltested, 1.4.2018 kl. 11:58

3 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Alger snilld. Ákveðin sönnun þess hverju fjölmiðlar geta áorkað hjá þeim sem vinna ekki heimavinnuna sína.

Sindri Karl Sigurðsson, 1.4.2018 kl. 13:07

4 Smámynd: rhansen

hlytur að vera April gabb !

rhansen, 1.4.2018 kl. 13:21

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þarna hljópstu apríl Palli. Borgin getur ekki ákveðið svona einhliða fram hjá lögum. Þetta er ákvörðun alþingis.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.4.2018 kl. 14:26

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þetta er nú einmitt galdurinn með 1. aprílgabb; að láta það hljóma trúverðuglega...

Kolbrún Hilmars, 1.4.2018 kl. 14:59

7 Smámynd: Aztec

Það er rétt hjá þér, Kolbrún. Degi B(jána) Eggertssyni er trúandi til alls, bara það sé nógu heimskulegt. Ég held að fréttin af svarta svaninum sé aprílgabb Moggans í dag.

Auk þess var um að æða netkosningu, sem jú ekki gildir í atkvæðagreiðslu.

Aztec, 1.4.2018 kl. 17:07

8 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Dagur laðar að sér fylgi, líkt og Davíð gerði á sínum tíma. Hann nýtur góðs af opinberri umfjöllun um verk hans, þó ekki sé alltaf verið að hæla honum.

All nokkur munur er á þessum tveimur stjórnmálamönnum og felst í því helst að Davíð lét gjörðir fylgja orðum, en Dagur læðist í kringum hlutina eins og köttur í kringum heitan graut. Það er kallað "umræðustjórnmál" og er uppskrúfað orðfæri yfir það að þora ekki að taka ákvarðanir. 

Flosi Kristjánsson, 1.4.2018 kl. 19:24

9 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Dagur er umdeildur eins og stjórnmálamenn í hans stöðu eru. Muhammad Ali vildi fá að heita því nafni frekar en Cassius Clay. 

Andstæðingar hans vildu hins vegar ekki beygja sig fyrir þeim lögum, sem heimiluðu Ali að ráða nafni sínu og í heilum bardaga um heimsmeistaratignina kallaði Ali í sífellu til ákskorandans Terrel, "what´s my name?" árangurslaust þrátt fyrir mikla barsmíð. 

Mín skoðun er sú að menn eigi að fá að heita þeim nöfnum, sem þeir vilja sjálfir og að það séu mannréttindi. 

Davíð Oddsson tíðkaði það að nefna Jón Gnarr aðeins Jón Kristinsson og ég sé ekki hvers vegna endilega þarf að kalla Dag B.Eggertsson annað en það sem hann vill sjálfur. 

Ómar Ragnarsson, 2.4.2018 kl. 02:12

10 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Baltasar Sampers, einn flottasti listamaður á Íslandi, var skipað á sínum tíma að taka sér hérlent nafn. Þegar hann sótti um að fá að heita Snorri Sturluson, ætlaði allt um koll að keyra.

 Dagur er skráður Bergþóruson í Svíþjóð. 

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 3.4.2018 kl. 02:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband