Styrmir og kúgun þeirra umburðarlyndu

Sjálfskipaðir fulltrúar umburðarlyndis í Sjálfstæðisflokknum reyndu í áravís að kúga afgerandi meirihluta flokksmanna til að fallast á ESB-aðild Íslands. Þeir ,,umburðarlyndu" tóku hvern landsfundinn á fætur öðrum í gíslingu og kröfðust að meirihluti flokksins tæki tillit til sértrúarstefnunnar í ESB-málinu. Loks hrökkluðust þeir ,,umburðarlyndu" úr flokknum og stofnuðu Viðreisn.

Áslaug Friðriksdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins fékk ekki framgang á lista flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Hún notar sömu rök og viðreisnarfólkið; það sé skortur á umburðarlyndi í Sjálfstæðisflokknum.

Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins fellur fyrir málflutningi Áslaugar í grein í dag. Málflutningur Áslaugar og Styrmis gengur út á að minnihlutasjónarmið eigi skilið að fulltrúa á fremsta bekk, þ.e. öruggt sæti á framboðslista - annað sé skortur á umburðarlyndi.

Þessi málflutningur stenst ekki skoðun. Minnihlutasjónarmið eiga ekki að fá ráðandi stöðu í nokkrum flokki, það brýtur þvert gegn þeirri meginreglu að meirihlutinn skuli ráða ferðinni. Minnihlutafólkið á vitanlega að hafa fullt málfrelsi og tillögurétt samkvæmt réttum og góðum félagsreglum en ekki fá forystuhlutverk vegna ,,umburðarlyndis."

Tilraunir minnihlutafólksins til að kúga meirihlutann er aðeins frekjukast klætt ásökunum um skort á ,,umburðarlyndi."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ég get ekki ímyndað mér að nokkur maður sé í einu og öllu sammála öllu sem stjórnmalaflokkur hefur á stefnuskrá sinni, en fólk velur þann flokk sem kemur næst lífssýn þess. Áslaug kaus að starfa í flokki sem ekki féll að hennar lífssýn og því fór sem fór.

Ragnhildur Kolka, 1.4.2018 kl. 08:49

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Styrmir það  hefur lengi haldið að hann eigi að stjórna stefnu Sjálfstæðisflokksins í sem flestu.Hann sé eiginlega áhrifavaldurinn og sérfræðingurinn og menn eigi að fara eftir honum. En flokkurinn hefur oftlega verið á öðru máli eins og oft í mínu tilfelli líka. Landsfundur er nefnilega ótrúlega einkennileg skepna sem kemur stundum á óvart.

Halldór Jónsson, 1.4.2018 kl. 16:24

3 Smámynd: Einar Sveinn Hálfdánarson

Lífssýn Áslaugar og sjálfstæðismanna fara bara mjög vel saman. Hitt er svo annað mál að í tveimur afmörkuðum málum hefur hún sérstöðu sem miklum meirihluta hugnast ekki. Því fór sem fór.

Einar Sveinn Hálfdánarson, 1.4.2018 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband