Katrín og miskunnarlausir fjölmiðlar

Á ráðstefnu OECD sagði Katrín Jakobsdóttir eftirfarandi um fjölmiðla:

Embættismenn og kjörnir fulltrúar verða að læra að lifa í umhverfi þar sem störf þeirra eru stöðugt undir eftirliti, þar sem gagnrýni, stundum ósanngjörn, á sér stað og þar sem fjölmiðlar eru miskunnarlausir. Það er meðal annars þess vegna sem ég tel ríkisrekna fjölmiðla svo mikilvæga í hverju lýðræðisríki.

Af orðum Katrínar að ráða eru aðrir fjölmiðlar en þeir ríkisreknu miskunnarlausir. Sennilega hlustar forsætisráðherra ekki mikið á RÚV.


mbl.is Katrín fundaði með framkvæmdastjórum OECD
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

VG hefur ekki orðið fyrir neinu verulegu hnjaski frá RÚV. Það er aðeins þegar spjótin beinast að ÞÉR og fólk þarf að fara að verja sig sem það fer að sperra eyrun.

Það getur þó orðið viðsnúningur á þessari friðhelgi VG eftir sem líður á stjórnartíðin og óþol Samfylkingarinnar vex.

Ragnhildur Kolka, 29.3.2018 kl. 11:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband