Þriðjudagur, 27. mars 2018
Kalt stríð Nató og Rússlands - ný gögn
Rússum var talin trú um að Nató myndi ekki stækka í austur og ógna þar með landamærum Rússlands. Bandarískar og rússneskar heimildir, sem voru gerð opinberar fyrir tíu dögum, staðfesta að Nató-ríkin, með Bandaríkin í fararbroddi, gáfu vilyrði til Rússa um að þeir yrðu með í ráðum um öryggishagsmuni Mið- og Austur-Evrópu.
Vilyrðin voru gefin að loknu kalda stríðinu og sameiningu Þýskalands. Nató stóð ekki við orð sín. Útþensla Nató í austurátt hófst fyrir aldamót með viðtöku Tékklands, Póllands og Ungverjalands. Tíu árum áður voru þessi ríki í hernaðarbandalagi með Sovétríkjunum/Rússlandi.
Þrátt fyrir mótmæli Rússa hélt Nató áfram að vígvæðast í austurátt. Eystrasaltsríkin ásamt Rúmeníu, Búlgaríu, Slóvakíu og Slóveníu urðu Nató-þjóðir 2004.
Á nærfellt öllum vesturlandamærum Rússlands voru Nató-herir á fyrsta áratug aldarinnar. Þegar til stóð að innlima Úkraínu í Nató spyrntu Rússar við fæti. Afleiðingin var borgarastyrjöld sem enn stendur.
Bandaríkin og Nató-ríkin ætluðu sér að einangra Rússland eftir lok kalda stríðsins. Sá ásetningur er enn fyrir hendi, eins og nýleg dæmi sanna.
Athugasemdir
Úkraína er sjálfstætt ríki. Þú lætur eins og Nato sé Þriðja ríkið. Þessi Pravda-áróður hjá síðuhafa er reyndar mjög skemmtilegur aflestrar. Ég verða að segja það.
Wilhelm Emilsson, 27.3.2018 kl. 22:32
Ég er ekki viss um að Nato hafi verið með frumkvæðið í þessari þróun. Hvert ríkjanna fyrir sig sótti um aðild að Nato. Ástæðan nokkuð augljós.
Þórhallur Pálsson, 27.3.2018 kl. 22:54
Ég hef eina spurningu handa þér Páll: Hver telur þú að hafi látið myrða Alexander Litvinenko? Hver er ástæðan fyrir mikilli upphefð morðingjanna í Rússlandi?
Einar Sveinn Hálfdánarson, 27.3.2018 kl. 22:57
Þetta eru mjög sorglegar upplýsingar að lesa. En raunveruleikinn er stundum sorglegur :(
Einar Haukur Sigurjónsson, 27.3.2018 kl. 23:14
Wilhelm, Úkraína er landsvæði sem hefur að hluta eða í pörtum tilheyrt hinum ýmsu þjóðum í kring. Hun var nnlimuð í Sovétríkin með fullri sátt bandamanna þeirra árið 1940. Bandamennirnir verandi m.a. Bandaríkin og Bretland. Úkraína hlaut sjálfstæði fyrst við fall sovétrikjanna eins og margar aðrar austantjaldsþjóðir.
Nató er vissulega ekki þjóð, en samband þjóða sem gerir útþenslu þeirra þess alvarlegri en ef um eina þjóð væri að ræða. Evrópusambandið er ekki þjóð ennþá að minnsta kosti. Það er ríkjasamband sem á þó sæti í Nató þótt ýmis ríki innan þess neiti að fylgja þeim að málum.
Frumkvæðið að uppreisninni í Ukraínu nú er augljós. Þar ýfðu Bandaríkjamenn og Evrópusambandið upp valdarán í kjölfar þess að forseti landsins ákvað að fresta ákvörðun um fríverslunarsamning við evrópusambandið. Þingmenn ESB og USA m.a. McCain mættu á Maidan til að hvetja lýðinn áfram og féllust í faðma við Nasistaleiðtoga og komu þeim síðan að völdum. Þegar ég segi nasista, þá er það ekki uppnefni, heldur alvöru fulltrúar National sósíalisma í landinu. Gyðingahatarar og allur pakkinn.
Jón Steinar Ragnarsson, 27.3.2018 kl. 23:28
Íþerri móðursýki sem nú hefur verið kynt undir virðist 11. grein mannréttindasáttmálans ekki gilda um þjóðir. Innocent untill presumed guilty er lögskilningur þessara þjóða sem telja sig kyndilbera mannréttinda.
Jón Steinar Ragnarsson, 27.3.2018 kl. 23:35
Ég tek fullkomlega undir orð Jóns Steinars Ragnarssonar hér, þ.m.t. lokaorðin í innleggi hans kl. 23.38. Einar Sveinn er of flokksþægur Sjálfstæðisflokki til að vera marktækur hér. Páll gerði rétt í að birta þennan pistil sinn. Tíu fyrrverandi leppríki Sovétríkjanna urðu skyndilega NATO-ríki og láta beita sér í þeim ásetningi valdamanna í Washington að þrengja að Rússlandi. Ástandið er rafmagnað og ekki á það bætandi með frekari ögrunum USA, Evrópusambandsins og NATO.
Aumt er að sjá Björn Bjarnason agitera hér einhliða fyrir áróðri vesturveldanna, ennfremur að sjá sendiherra ESB á Íslandi skrifa áróður með Bretum í Fréttablaðið í sömu viðleitni, þegar ljóst er, að þetta lítilfjörlega eitur-tilræði við feðgini, sem komust af, er alls ekki sönnuð sök gegn Pútínstjórninni. Bæði Björn og þessi sendiherra gulltryggja sig gegn andmælum á bjorn.is og visir.is með því að bjóða ekki upp á umræðu um fullyrðingar sínar.
Áróðursstríð er oft undanfari stríðs, menn skulu minnast þess. Valdamenn í Washington, Lundúnum, Berlín og Brussel hafa engan siðferðislegan rétt til að stofna heimsfriðnum í hættu með því að æsa menn og þjóðir til haturs og árása á ríkisstjórn Rússlands.
Jón Valur Jensson, 28.3.2018 kl. 02:03
Í skoðanakönnun á vefsíðu Útvarps Sögu 27.-28. marz var spurt: Á Ísland að taka þátt í refsiaðgerðum gagnvart Rússum? Þar svöruðu 87,35% NEI, en 11,19% JÁ.
Jón Valur Jensson, 28.3.2018 kl. 15:11
Bíddu nú við, voru Tékkland, Pólland og Ungverjaland í hernaðarbandalagi með Sovétríkjunum? Ég missti alveg af því, hlýt að hafa verið sofandi. Aftur á móti vissi ég að þessi lönd voru hernumin af USSR. Ef þau voru í hernaðarbandalagi með USSR, þá er Vesturbakkinn og Gasa, Hamas og félagar, í hernaðarbandalagi með Ísrael.
Theódór Norðkvist, 28.3.2018 kl. 18:20
Jón Steinar, ég vona að þú sért ekki að halda því fram að landsvæði sem hefur einu sinni tilheyrt öðru landi tilheyri því að eilífu. Ef svo væri tilheyrðu Banadaríkin Bretlandi og Ísland Danmörku ;)
Theódór, setur hlutina í gott samhengi. Rússland er mikil og merk þjóð en hefur verið einstaklega óheppin með leiðtoga.
Wilhelm Emilsson, 28.3.2018 kl. 18:57
Eru leppríki stórríkis með þeim í hernaðarbandalaga?
Helga Kristjánsdóttir, 28.3.2018 kl. 21:02
Svarið er JÁ, Varsjárbandalagsríkin voru fylgihnettir og leppríki Sovétríkjanna, eins og allir vita, þ.e.a.s. í því varnar- og hernaðarbandalagi (sem gerði nú aðallega innrásir í eigin meðlimaríki! -- DDR um 1951, minnir mig (kannski ekki full inrás), Ungverjaland 1956 og Tékkóslóvakíu 1968).
Jón Valur Jensson, 29.3.2018 kl. 05:16
Jón Valur, ansi gott hjá þér, og í anda hins orðheppna George Orwells, að segja að varnarbandalag hafi aðallega gert innrás í eigin meðlimaríki.
En er það ekki svolítið kaldranalegt að kalla tilræðið við feðginin lítilfjörlegt?
Wilhelm Emilsson, 29.3.2018 kl. 05:25
Nei, á heimsvísu er þetta EKKERT MÁL, enda lifðu þau þetta af (og væri mjög ólíkt vinnubrögðum KGB og þeirra stofnana, sem tóku við af KGB, að mistakast verkið), en margföld morð Tyrkjastjórnar, sem er í NATO, fara hins vegar fram á sama tíma á Kúrdum og andófsmönnum.
Svo hefurðu enga sönnun fyrir sekt Pútíns í málinu.
Varsjárbandalagið var kallað varnarbandalag eins og NATO. Mér var mjög illa við að kalla það síðarnefnda "hernaðarbandalag", eins og herstöðvaandstæðingar gerðu, en verð þó að viðurkenna, að NATO breyttist einmitt í þetta með árásum á Líbýu og í Júgóslavíu og víðar síðan. En Varsjárbandalagið (náttúrlega fjarstýrt af Stalín og eftirmönnum hans) var hins vegar fljótt til að kasta grímunni.
Ánægður þá, karl minn?
Jón Valur Jensson, 29.3.2018 kl. 05:38
Takk fyrir svarið, Jón Valur. Ég er aldrei ánægður nema kannski þegar ég er að rökræða við fólk
Ég er sammála þeim sem telja að það séu yfirgnæfandi líkur á því að Pútín standi á bak við morðtilræðið. Skilaboðin eru skýr: Enginn er öruggur, ekki nokkurs staðar.
Morðtilræði heppnast ekki alltaf, jafnvel ekki hjá fagmönnum eins og mafíunni og KGB. En samkvæmt nýjustu heimildum eru hverfandi líkur á því að feðginin lífi af.
Wilhelm Emilsson, 29.3.2018 kl. 07:35
Kannski íhugunarefni að Rússneskir borgarar er drepnir umvörpum í Bretlandi ,en hvergi annarsstaðar. Kallar þetta ekki á rannsókn. Bretar hafa reyndar aldagamla sögu af því að eitra fyrir Rússum.
Ég held að Pétur mikli hafi orðið fyrir þessu og einhver snillingurinn fann út að þetta tilræði væri sennilega hefnd fyrir það.
Það er víða leitað fanga til að finna mótív.
Ríki Varsjárbandalagsins höfðu svipaða stöðu og Þýskaland í dag.Flestir eru væntanlega búnir að gleyma að Þýskaland er hernumið land. Hernámslöndin eru Bretland og Bandaríkin. Þetta hernám á eftir að standa í einhverja áratugi ennþá.Ég held því ljúki 2048 ,en ef einhver man betur þá er ágætt að leiðrétta það.
Borgþór Jónsson, 29.3.2018 kl. 18:28
Ef horft er til almennings ,sem er ekki óeðlilegt í Lýðræðisríki,þá hefur aldrei verið neinn áhugi á NATO aðild,og er ekki enn.Það vantar mikið á það.
Var að skoða nýlega Gallup könnum um þetta. Luhansk og Donbass hafa nokkra sérstöðu eins og vænta mátti,þar sem ághugi á slíku var 14 og 19%.
Í suður og miðhéruðunum var áhuginn frá 28 til 47%.
Í héruðunum sem liggja að Póllandi voru 84% fylgjandi. Þessi héruð eru hinsvegar frekar strjálbýl miðaða við suðurhéruðin.
Árið 2009 slitnaði upp úr vinskap Putins og Júlíu Timoshenko,vegna þess að Putin þvíngaði hana til að til að taka upp samninga sem tengdust herstöðinni í Sevastopool og gasviðskiftum.
Þannig var að Rússar borguðu ekkert fyrir aðstöðuna í Sevastapool ,en þess í stað fengu Úkrainumenn aflátt af gasi. Þessi óreiða var svo endalaus tekjulind fyrir Úkraninska stórnmálamenn sem notuðu sér óreiðuna til að afla sér fjár.
Fyrir Rússa var þetta hinsvegar ekki gott,af því þetta fyrirkomulag gaf Úkrainumönnum sífellt nýtt tækifæri til fjárkugunar á hverju ári.Fjárkúgunin fólst að sjálfsögðu í því ,að árlega hótuðu Úkrainumenn að loka herstöðinni og fengu þannig afslætti á gasi sem voru langt umfram það sem eðlilegt gat talist sem endurgjald fyrir stöðina.
Putin þvingaði Timoshenko til að koma þessu í fast form.Timoshenko var síðar dæmd til fangelsisvistar fyrir að fara út fyrir umboð sitt í þessum samningum. Oligarkarnir Úkrainsku voru ekki sáttir við að missa tekjulindina.
Þar með var vinskapur Putins og Timoshenkoo farinn út um gluggann.Í bræði sinni fer Timoshenko til Bandaríkjanna árið 2009 og fer þess á leit við Bush ,minnir mig, að Úkraina fái NATO aðild. Að sjálfsögðu hafði Timoshenko ekkert umboð til að gera þetta,enda hafði málið aldrei verið til umræðu í Úkrainu og andstaðan við NATO aðild var langt umfram fylgjjendur.
Strax árið 2009 taka Bandaríkjamenn upp málið á NATO ráðstefnu í Budapest. Merkel,sem var stax ljóst að þessi aðgerð mundi leiða til ófriðar í Evrópu ,neitaði að skrifa undir. Samkvæmt frásögnum af fundinum ,gáfust Banndaríkjamenn ekkii upp við þetta mótlæti ,og héldu Merkel hreinlega vakandi með fundarhöldum þangað til hún skrifaði undir ,með fyrirvara þó.
Fyrirvarinn var að Úkrainu skyldi ekki boðin þáttaka ,en stefnt skyldi að því síðar. Bandaríkjamenn virtu hinsvegar fyrirvarann að vettugi og byrjuðu undirbúning á fullum krafti. Hluti undirbúningsins var að sjálfsögðu að koma upp tengiliðum í Úkrainu og hefja öfluga áróðurshereferð í Úkrainu til að reyna að snúa almenningi. Í þessu liggja 5 milljarðarnir sem Nuland var að tala um.
Þessi aðgerð mistókst og þá var gripið til annarra ráða eins og við þekkjum.
Ég hef lesið hluta af samningi ESB við Úkrainu. Hann er alger hörmung fyrir Úkrainu og ég hef miklar efasemdir um að Yanakovitch hafi nokkurn tíma ætlað að skrifa undir hann. Mér finnst miklu líklegra að hann hafi verið ætlaður sem verkfæri till að kúga meira fé út úr Rússum,enda stóð ekki á því að þeim var boðið fé þaðan, eins og við munum.
Það eina sem Úkrainumenn framleiða ,sem er gjaldgengt í ESB eru landbúnaðarvörur. Öll iðnframleiðsla er miðuð inn á Rússlandsmarkað og SIS ríkin.
Landbúnaðarkaflinn var fullur af fyrirvörum og kvótum ,en inðvörukaflinn er galopinn. Þetta þýðir í raun að það voru mjög þröngar takmarkanir á þeim vörum sem Úkraina gat flutt út,en Úkraina lá galopin fyrir Þýsku iðnaðarmaskínuna. Úkrainskur iðnaður átti að sjálfsögðu ekki séns í þann þýska.
ESB lofaði Úkrainumönnum gulli og grænum skógum,að kippa þeim inn í 21. öldina.
Enn þann dag í dag eru Rússar helsti kaupandi af útflutningi Úkrainu með 13% Önnur helstu ríki eru Kína,Tyrkland,Egyptalnd og Ítalía.
Þýskaland kaupir 3,5% og Bandaríkin og Frakklandm 1,6% hvort.
Það má því vera öllum ljóst að samnngurinn var ekki til að koma Úkrainu á fæturna. En um hvað snerist hann þá.
Af einhverjum ástæðumm er í þessum viðskiftasamningi langur og ýtarlegur kafli um hvernig Úkraina eigi að aðlaga herinn sinn að herjum Evrópu. Með öðrum orðum að NATO hernum. Mér segir svo hugur að þessi kafli sé megin ástæðan fyrir að NATO vildi gera þennan samning og fylgir á eftir af svo mikilli hörku. Þetta var eina leiðin til að koma Úkrainu í Nato,"de facto", í andstöðu við almenning.
Þetta er líka ein af ástæðunni fyrir að Yanokovich neitaði að skrifa undir. Honum var ljóst að þessi hernaðarsamningur mundi leiða til ófriðar í Evrópu,alveg eins og Merkel forðum á Búdapest fundinum 2009.
Þetta er líka ástæðan fyrir að Putin óskaði ítrekað eftir þríhliða samningum um þennan samning við ESB og Úkrainu en var stöðugt neitað, á frekar ruddalegann hátt að mínu mati.
Úkraina verður aldrei NATO ríki,fyrr leggja Rússar hana í rúst.
Úkrinu stafaði engin hætta af Rússum og gerir ekki enn.Þvert á móti gat Úkraina mjólkað Rússland út í eitt með að beita hótunumm um að snúa sér til vesturs. Svipað og Hvítrússar gera í dag. En NATO herinn kemur aldrei upp að landamærum Rússlands meira en orðið er. Í sögulegu samhengi er þetta fullkomlega skiljanleg afstaða.
Ótrúlegt dómgreindarleysi og linkind Merkel gegn Bandaríkjunum hefur þannig komið af stað óþarfa ófriði í Évrópu. Tugþúsundir manna hafa látið lífið að óþörfu ,og feiknarleg verðmæti hafa glatast. Það mun taka langan tíma að græða þessi sár. Vonandi leiðir þetta ekki til stórstyrjaldar.
Borgþór Jónsson, 29.3.2018 kl. 20:43
Mjög fróðlegar upplýsingar og margt þó ærið skuggalegt hér, Borgþór (Kærnested? -- þá fv. fréttaritari Rúv í Helsinki og e.t.v. Kaupmannahöfn). Hverjar eru helztu heimildir þínar?
Jón Valur Jensson, 30.3.2018 kl. 04:43
Skynsamlegt hjá þér að spyrja Borgþór um heimildir, Jón Valur.
Það sem hann skrifar hér er bráðfyndið:
"Úkraina verður aldrei NATO ríki,fyrr leggja Rússar hana í rúst.
Úkrinu stafaði engin hætta af Rússum og gerir ekki enn."
Jafnvel harðasti Pútín aðdáandi myndi skammast sín fyrir svona augljósa mótsögn.
Wilhelm Emilsson, 30.3.2018 kl. 06:25
Jón Valur Jensson, 30.3.2018 kl. 07:24
Wilhelm.
það er engin mótsögn í þessu.
Það er ekki eins og NATO aðild sé einhverskonar aðild að trúarsöfnuði.
Rússar hafa aldrei sýnt Úkrainumönnum óvild og það var aldrei nein ástæða til að ætla að slíkt kæmi upp. Og það hefur ekki enn komið upp.
Hinsvegar hafa Rússar þessa rauðu línu,sem var öllum kunn. Úkrainumenn geta gert það sem þeim sýnist fyrir utan þetta. Þessi rauða lína er ágætlega skiljanleg fyrir allt venjulegt fólk,í ljósi sögunnar. Bæði Úkrainumönnum og Hvítrússum hefur alltaf verið fullkomlega ljóst hvar þessi lína lá ,og hvaða afstöðu Rússar hafa í þesu máli og hafa alveg frá upphafi notað þetta til að kúga fé af Rússum. Og Hvítrússar gera það enn í dag.
Þversögnin í þessu er að vesturlönd viðurkenna alls ekki að Rússar hafi neina hagsmuni út fyrir eigin landamæri. Ekki meter. Meira að segja hafa forsvarsmenn NATO kvartað yrir að Rússar séu með hermenn í eigin landi,of nálægt landamærunum.
Þá fáum við svona gullkorn eins og hjá upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneyts Bandaríkjanna ,sem kvartaði yfir að Rússar væru komnir með her sinn alveg upp að landamærum NATO. NATO hefur reyndar engin landamæri,og það var reyndar NATO sem færðist ,en ekki Rússland. Hvað eiga Rússar að gera. ? Færa sig innar í landið? Það var krafa upplýsingafulltrúans.
Hvað ef NATO fer inn í Rússland;eiga þá Rússar að færa sig innar? Lógikin í þessu er engin hjá þessum herra.
Aldrei þessu vant þá pressaði einn fréttamaðurinn á hann vegna þessara ummæla.Og á endanum bakkaði hann í þessa venjulegu neyðarvörn. Við er "exeptional" og það eiga að gilda aðrar reglur fyrir okkur en aðra.
Á sama tíma finnst sömu aðilum að það sé ekkert athugavert við að hafa rauðar línur út um allan heim og hundruð þúsunda hermanna til að gæta hagsmuna sinna.
Það hefur aldrei verið ástæða fyrir Úkrainumenn að óttast,en Reússar hafa augljósa hagsmuni í Úkrainu.
Borgþór Jónsson, 30.3.2018 kl. 12:25
Borgþór, annað hvort hefurðu aldrei kynnt þér samskipti Úkraínu og Rússland. Eða þú þarft, af einhverjum ástæðum, af réttlæta stjórn Pútíns. Eitt orð: Krímskagi. Þú hefur heyrt á hann minnst, ekki satt?
Svo svaraði þú ekki spurningu Jóns Vals um heimildir.
Wilhelm Emilsson, 30.3.2018 kl. 14:25
Wilhelm. Mér leiðist aldrei að tala umm Krímskaga. Krímskagi er einmitt hluti af þessari rauðu línu,og sennilega sú sverasta.
Það er varla þörf á að fara yfir það einu sinni enn hvers vegna Krímskagi var hluti af Úkrainu,enda skiftir það engu verulegu máli.
Hinsvegar ber að hafa í huga að þegar Úkraina skildi sig frá Sovétríkjunumm þá kom fram eindregin ósk um að skaginn fengi að halda atkvæðagreiðslu um hvort þeir skildu fylgja Úkrinu eða ekki. Þeir sem voru andsnúnir skiftust í tvo hópa ,þá sem vildu sameinast Rússlandi og hina sem vildu að Krímskagi yrði sjálfstætt ríki.
Þetta var hundsað.
Árið 2005 kemur aftur til ágreinings um þetta.Þá kom til nokkurra átaka þegar Úkrainiskir Nasistar flykktust til Krímskaga og réðust á aðskilnaðarsinnaða Krímverja. Þetta var látið óátalið af yfirvöldum. Þetta gekk undir nafninu "love train" meðal nasistanna ,og vitnuðu þeir gjarnan til þessarar lestar í aðgerðum sínum eftir Maidan.
Eftir þessa atburði fengu Krímverjar aukna sjálfsstjórn og höfðu sérstöðu innan Úkrainska ríkisins.
Þess má geta í framhjáhlaupi að kröfur fólks í Luhansk og Donbass voru einmitt um slíka sjálfstjórn. Ekkert annað.
Kosningin.
Eftir valdaránið í Kiev vaknar þetta aftur. Nú hefur mönnum skilist að Krím verður aldrei sjálfstætt ríki,og eining ríkir um að sameinast Rússlandi meðal þeirra sem vilja skilja sig frá Úkrainu. Þeir ákveða að halda kosningar.
Hvert var hlutverk Rússneska hersins í þessu öllu. Hlutverek Rússneska hersins var að tryggja öryggi þeirra sem ætluðu að kjósa. Koma í veg fyrir aðra "love train" Enginn hefur sýnt fram á að herinn hafi skift sér hið minnsta af kosningunum. Hitt er er hinsvegar enginn vafi í mínum huga að Putin hefur veitt aðskilnaðarsinnum alla þá aðstoð sem hann gat.
Kosningin fór fram, og við vitum úrslitin. Skoðanakannanir hafa verið gerðar,og þær hafa sýnt meiri stuðning en kosningin. Nú mjög nýlega voru haldnar forsetakosningar þar sem fylgi Putins var meira á Krímskaga en nokkurnstaðar annarstaðar í Rússlandi.Þetta segir okkur að það er enginn minnsti vafi á að þessi sameining var gerð með fullum vilja almennings á Krím.
Næst mesta fylgi fékk Putin í Téténíu. Er kannski ekki allt sem sýnist í þeim fréttaflutningi sem var af því stríði. Hvers vegna fær hann svona mikið fylgi í héraði sem hann persónulega stóð fyrir að sprengja í tætlur fyrir ekki svo löngu síðan. En það er efni í annan pistil.
Á meðan kynna fjölmiðlar okkar þetta sem ofbelldisfulla innlimun Krímskaga í Rússland. Hvílík hörmung að búa við svona fjölmiðlun og hvílík hörming að nokkur Íslendingur skuli taka minnsta mark á þessu.
Íslendingar lýstu einmitt yfir sjálfstæði við svipaðar aðstæður. Nasistar höfðu yfirtekið landið sem við áður tilheyrðum. Við nutum líka aðstoðar erlends hers,sem verndaði okkur.
Og ég spyr Wilhelm Emilsson : Hvaðan kemur þér vald til að ætla að ráðstafa málefnum Krímverja á annan hátt en þeir kjósa. Þú hlýtur að þyggja vald þitt frá Guði ,eins og algengt var í gamla daga. Ég veit ekki um neinn annan sem hefur slíkt vald.
Hafðu skömm fyrir.
Þú ítrekar enn beiðni Jóns um heimildir.
Það sem ég skrifa er ekki neinskonar ritgerð ,heldu ályktanir sem ég hef dregið af margvíslegu efni sem ég hef lesið yfir langann tíma.
Ef þú ferð til dæmis til baka og kynnir þér út á hvað samskifti Putins og Timoshenko gengu þá finnurðu það fljótllega. Þú getur einig fundið upplýsingar um fyrir hvað Timoshenko var dæmd í fangelsi á sínum tíma. Einnig um för hennar til Washington. Þetta var opinber ferð og það hvíldi engin leynd yfir viðræðum hennar við Bandarísk stjórnvöld.
Á þessum tíma voru 64% Úkrainumanna andvígir aðild að NATO.
Hinsvegar er langt síðan ég var að grúska í þessu,og ég nenni hreinlega ekki að gera það aftur.
Ég verð þó að leiðrétta að borgin þar sem Nato fundurinn var haldinn heitir ekki Budapest heldur Bukarest.og að það voru ekki bara Þjóðverjar sem snérust gegn aðild Úkrainu heldur líka Frakkar.
Þegar ég rita þetta er það eftir minni svo einhver ártöl og staðsetningar hafa væntanlega skolast til,en þetta er eins og ég veit best.
Borgþór Jónsson, 30.3.2018 kl. 17:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.