Stafrænt lýðræði

Lýðræðið átti heima á torgum Forn-Grikkja og Rómverja, í fundarsölum á 19. öld og í fjölmiðlum eftir miðja 20. öld.

Í dag á lýðræðið heima á netinu, í stafrænum veruleika sem er án staðsetningar og forms.

Lýðræðinu virðist ekki vegna ýkja vel í þessum nýju heimkynnum. Samfélagsmiðlar valdefla einstaklinginn á yfirborðinu, það er hægt að eiga stafrænt líf með lækum og brosköllum. En á bakvið tjöldin er eitthvað tekið í burtu, sem menn gengu að vísu og þykir nú leitt að hafa tapað.

Stafrænt lýðræði er álíka og stafrænt líf; yfirborðskennt.


mbl.is Mark Zuckerberg rýfur þögnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ekkert blik í auga og blæbrigði raddar og ókunnir ráða í eintakið,raða í hillu sölufyrirtækis,eitthvað svoleiðis......

Helga Kristjánsdóttir, 22.3.2018 kl. 15:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband